Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Laura Scheving Thorsteinsson Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“ Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira