Jason Day fagnaði sigri eftir bráðabana 9. febrúar 2015 08:00 Jason Day hafði ástæðu til þess að brosa í kvöld. Getty Ástralinn Jason Day tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en hann lék best allra á Farmers Insurance mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en margir kylfingar skiptust á að taka forystunna og á einum tímapunkti voru yfir átta kylfingar í forystu eða einu höggi frá henni. Það endaði því þannig að fjórir kylfingar deildu efsta sætinu að loknum 72 holum á Torrey Pines vellinum og því þurfti að grípa til bráðabana. Það voru þeir Scott Stallings, Harris English, J.B. Holmes og Jason Day en á fyrstu holu í bráðabana fengu Day og Holmes fugl á meðan að Stallings og English fengu par. Það var svo á annarri holu í bráðabananum þar sem úrslit réðust en J.B. Holmes fékk skolla á hana meðan að Day gat tvípúttað fyrir pari og sigrinum. Jason Day er gríðarlega vinsæll kylfingur á PGA-mótaröðinni, bæði meðal áhorfenda og annarra kylfinga enda er hann brosmildur með eindæmum. Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum en ef þessi hæfileikaríki kylfingur nær að halda sér heilum á komandi tímabili gæti hann hæglega gert atlögu að stærstu titlum ársins í golfheiminum. Fyrir sigurinn fékk Day rúmlega 130 milljónir króna en næsta mót á PGA-mótaröðinni verður á hinum sögufræga Pebble Beach velli og hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ástralinn Jason Day tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en hann lék best allra á Farmers Insurance mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en margir kylfingar skiptust á að taka forystunna og á einum tímapunkti voru yfir átta kylfingar í forystu eða einu höggi frá henni. Það endaði því þannig að fjórir kylfingar deildu efsta sætinu að loknum 72 holum á Torrey Pines vellinum og því þurfti að grípa til bráðabana. Það voru þeir Scott Stallings, Harris English, J.B. Holmes og Jason Day en á fyrstu holu í bráðabana fengu Day og Holmes fugl á meðan að Stallings og English fengu par. Það var svo á annarri holu í bráðabananum þar sem úrslit réðust en J.B. Holmes fékk skolla á hana meðan að Day gat tvípúttað fyrir pari og sigrinum. Jason Day er gríðarlega vinsæll kylfingur á PGA-mótaröðinni, bæði meðal áhorfenda og annarra kylfinga enda er hann brosmildur með eindæmum. Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum en ef þessi hæfileikaríki kylfingur nær að halda sér heilum á komandi tímabili gæti hann hæglega gert atlögu að stærstu titlum ársins í golfheiminum. Fyrir sigurinn fékk Day rúmlega 130 milljónir króna en næsta mót á PGA-mótaröðinni verður á hinum sögufræga Pebble Beach velli og hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira