Lífið er sannarlega undarlegt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. febrúar 2015 19:21 Söguhetjan Max, 18 ára. VÍSIR/DONTNOD Unglingsárin geta verið svo skelfilega vandræðaleg. "Af hverju sagði ég þetta? Ég gæfi allt til að snúa við tímanum." Þessi síðasta setning er grunnhugmynd Life Is Strange frá framleiðandanum Dontnod. Söguhetjan er Max, 18 ára. Vandræðaleg, listrænt þenkjandi hipster í nýjum skóla. Blessunarlega uppgötvar Max að hún getur stjórnað tíma og rúmi. Max (og spilarinn) hefur vald til að endurupplifa samtöl og atburði. Life Is Strange er framhaldssaga. Í fyrsta kafla kynnumst við Max og hæfileikum hennar. Öðrum og mikilvægari spurningum verður vonandi svarað seinna. Þetta er byltingarkennd spilun. Spilaranum er hægt ýtt í átt að úrlausn en svigrúm er til staðar til að kynnast Max, kvíða hennar, fortíð og markmiðum. Sagan er áhugaverð og með tímaflakkinu eru möguleikarnir óendanlegir. Ég er því hættur að drepa geimverur og slátra hryðjuverkamönnum. Snobbhænan Victoria (þessi með ríku foreldrana) og Versace-klædda gengið hennar eru erkióvinir mínar núna. Leikjavísir Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið
Unglingsárin geta verið svo skelfilega vandræðaleg. "Af hverju sagði ég þetta? Ég gæfi allt til að snúa við tímanum." Þessi síðasta setning er grunnhugmynd Life Is Strange frá framleiðandanum Dontnod. Söguhetjan er Max, 18 ára. Vandræðaleg, listrænt þenkjandi hipster í nýjum skóla. Blessunarlega uppgötvar Max að hún getur stjórnað tíma og rúmi. Max (og spilarinn) hefur vald til að endurupplifa samtöl og atburði. Life Is Strange er framhaldssaga. Í fyrsta kafla kynnumst við Max og hæfileikum hennar. Öðrum og mikilvægari spurningum verður vonandi svarað seinna. Þetta er byltingarkennd spilun. Spilaranum er hægt ýtt í átt að úrlausn en svigrúm er til staðar til að kynnast Max, kvíða hennar, fortíð og markmiðum. Sagan er áhugaverð og með tímaflakkinu eru möguleikarnir óendanlegir. Ég er því hættur að drepa geimverur og slátra hryðjuverkamönnum. Snobbhænan Victoria (þessi með ríku foreldrana) og Versace-klædda gengið hennar eru erkióvinir mínar núna.
Leikjavísir Mest lesið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið