Borussia Dortmund vann sinn fyrsta sigur í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá 5. desember þegar liðið lagði Freiburg 3-0 á útivelli í dag.
Marco Reus komk Dortmund yfir strax á 9. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0. Pierre Aubameyang bætti örðu marki við á 11. mínútu seinni hálfleiks og hann bætti öðru marki við þegar áttján mínútur voru til leiksloka.
Á sama tíma lagði Bayern Munchen Stuttgart 2-0 á útivelli. Arjen Robben og David Alaba skoruðu mörkin sitt hvoru megin við hálfleikinn.
Bayern er í efsta sæti deildarinnar en með sigrinum lyfti Dortmund sér af botni deildarinnar og úr fallsæti.
Önnur úrslit:
Wolfsburg – Hoffenheim 3-0
Mainz 0 – Hertha Berlin 0-2
Köln – Paderborn 0-0
