Líffæraflutningar um Reykjavíkurflugvöll að næturlagi Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2015 14:42 Flug að næturlagi, yfir miðborg Reykjavíkur, eru ekki óþekkt; með tilheyrandi drunum og hávaða. Ýmislegt kemur til. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“ Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira