Þrír ráðherrabílar til sölu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 13:09 Ráðherrabílarnir þrír sem auglýstir eru til sölu á vef Ríkiskaupa. Vísir Þrír „gamlir“ ráðherrabílar eru nú til sölu hjá Ríkiskaupum í bílaútboði. Bílarnir sem um ræðir er 2005 árgerð af fjórhjóladrifnum BMW 5, Volkswagen Passat frá árinu 2007 og fjórhjóladrifinn Volvo XC90, einnig frá árinu 2007. Viðskiptablaðið greindi frá því að bílarnir væru komnir í útboð. BMW-inn sem er til sölu er ekinn 241.000 kílómetra. Hæsta boð í hann inn á vef Ríkiskaupa rúmar 2,5 milljónir. Hætt var að nota bílinn síðastliðið sumar í kjölfar þess að hann bilaði og ók Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þá á bílaleigubíl. Bjarni er núna kominn á nýjan bíl, Mercedes Benz E-Class, sem kostar frá 7 milljónum og upp úr samkvæmt verðlista söluaðilans Öskju.Sjá einnig: Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Volvo XC90 er jepplingur sem ekinn er 207.000 kílómetra. Hæsta boð í hann er tæpar 4 milljónir. Hann hefur þjónað tveimur ráðherrum síðustu árin, annars vegar Ögmundi Jónassyni þegar hann var innanríkisráðherra og hins vegar Gunnar Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Gunnar Bragi ekur nú um á nýjum bíl, Land Rover Discovery jeppa, sem kostar 13 milljónir króna samvkæmt verðlista söluaðilans BL.Árni Páll vill kaupa rafmagnsbíla Passatinn sem er til sölu er ekinn um 76.000 kílómetra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að bíllinn hafi verið keyptur þegar hann var félagsmálaráðherra og bætir við: „Virkaði vel og er án efa ódýrasti ráðherrabíll Íslandssögunnar og mun áreiðanlega seljast vel, lítið ekinn. Við stóðum í blóðugum aðhaldsaðgerðum þegar þurfti að endurnýja bíl og þetta var langskynsamlegasti kosturinn. Í þessu ljósi má velta fyrir sér forgangsröðun í bílamálum ráðherra: Af hverju þarf svona dýra bíla þegar kemur að óhjákvæmilegri endurnýjun? Af hverju er ekki tækifærið notað og skipt í rafmagnsbíla?“ Rafmagnsbílar eru vissulega ódýrari en þeir bílar sem keyptir hafa verið að undanförnu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeir eru þó dýrari, samkvæmt upplýsingum Vísis, en bensínbílar af sambærilegri stærð. Post by Árni Páll. Alþingi Tengdar fréttir Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08 Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þrír „gamlir“ ráðherrabílar eru nú til sölu hjá Ríkiskaupum í bílaútboði. Bílarnir sem um ræðir er 2005 árgerð af fjórhjóladrifnum BMW 5, Volkswagen Passat frá árinu 2007 og fjórhjóladrifinn Volvo XC90, einnig frá árinu 2007. Viðskiptablaðið greindi frá því að bílarnir væru komnir í útboð. BMW-inn sem er til sölu er ekinn 241.000 kílómetra. Hæsta boð í hann inn á vef Ríkiskaupa rúmar 2,5 milljónir. Hætt var að nota bílinn síðastliðið sumar í kjölfar þess að hann bilaði og ók Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þá á bílaleigubíl. Bjarni er núna kominn á nýjan bíl, Mercedes Benz E-Class, sem kostar frá 7 milljónum og upp úr samkvæmt verðlista söluaðilans Öskju.Sjá einnig: Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Volvo XC90 er jepplingur sem ekinn er 207.000 kílómetra. Hæsta boð í hann er tæpar 4 milljónir. Hann hefur þjónað tveimur ráðherrum síðustu árin, annars vegar Ögmundi Jónassyni þegar hann var innanríkisráðherra og hins vegar Gunnar Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Gunnar Bragi ekur nú um á nýjum bíl, Land Rover Discovery jeppa, sem kostar 13 milljónir króna samvkæmt verðlista söluaðilans BL.Árni Páll vill kaupa rafmagnsbíla Passatinn sem er til sölu er ekinn um 76.000 kílómetra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að bíllinn hafi verið keyptur þegar hann var félagsmálaráðherra og bætir við: „Virkaði vel og er án efa ódýrasti ráðherrabíll Íslandssögunnar og mun áreiðanlega seljast vel, lítið ekinn. Við stóðum í blóðugum aðhaldsaðgerðum þegar þurfti að endurnýja bíl og þetta var langskynsamlegasti kosturinn. Í þessu ljósi má velta fyrir sér forgangsröðun í bílamálum ráðherra: Af hverju þarf svona dýra bíla þegar kemur að óhjákvæmilegri endurnýjun? Af hverju er ekki tækifærið notað og skipt í rafmagnsbíla?“ Rafmagnsbílar eru vissulega ódýrari en þeir bílar sem keyptir hafa verið að undanförnu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeir eru þó dýrari, samkvæmt upplýsingum Vísis, en bensínbílar af sambærilegri stærð. Post by Árni Páll.
Alþingi Tengdar fréttir Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08 Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08
Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00