Bílasala í Evrópu jókst um 7,1% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 16:05 Framúrstefnuleg bílageymsla Volkswagen í Wolfsburg. Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent