Bílasala í Evrópu jókst um 7,1% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 16:05 Framúrstefnuleg bílageymsla Volkswagen í Wolfsburg. Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent