Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 14:27 Neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hefur víðtækar heimildir til að gera breytingar, að sögn Dags. Vísir/Ernir „Öryggi og góð þjónusta, hvoru tveggja á að einkenna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og það hefur ekki verið raunin undanfarnar vikur,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Hann segir að aðferðafræði krísustjórnunar verði notuð til að greiða úr stöðu ferðaþjónustunnar.Gerir þær breytingar sem þarf Neyðarstjórn sem sett hefur verið yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða og breyta þjónustunni. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í ráðhúsi Reykjavíkur með stjórnendum flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Hún getur gert tillögur að grundvallarbreytingum ef hún telur það nauðsynlegt í stöðinni,“ segir Dagur um heimildir nefndarinnar. Hann segir að neyðarstjórnin, sem leidd er af Stefáni Eiríkssyni, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, hafi heimildir til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar. „Það kom fram tillaga á borgarstjórnarfundi til að fara yfir ferlana og það er eitt af því sem þessi stjórn á að gera en hún hefur mun víðtækara umboð. Það er í raun verið að nota aðferðafræði kríustjórnunar til þess að grípa inn og fela einhverjum skýrt umboð til að gera það sem gera þarf,“ segir Dagur aðspurður um tillögu sem áður hefur komið fram um að mynda neyðarstjórn um málið.Of alvarlegt til að bregðast ekki við Dagur segir að atvikið í gær þar sem átján ára þroskaskert stúlka týndist í bíl á vegum ferðaþjónustunnar hafi einfaldlega verið of alvarlegt til að grípa ekki til aðgerða. Hann segir þó að síðustu vikur hafi verið unnið að því að laga þjónustuna sem hefur verið harðlega gagnrýnd af notendum um nokkurra mánaða skeið. „Ég held að við séum með þessu að horfast i augu við það að þetta hefur ekki gengið eins og það á að ganga. Við vorum búin að gefa þessu tíma, bundum vonir við að þetta væri að batna. Þetta tilvik í gær er einfaldlega svo alvarlegt að við töldum óumflýjanlegt að svona yrði stigið inn í með ákveðnari hætti en áður,“ segir hann. En þarf ekki einhver að axla ábyrgð á stöðunni og öllum þeim mistökum sem orðið hafa? „Við erum núna að taka þetta verkefni og setja undir sérstaka stjórn og þannig að bregðast við stöðunni sem uppi er. Það er okkur efst í huga í dag en svo ákváðum við að gera óháða úttekt á allri innleiðingunni því að þarna eru mjög margir hlekkir í keðjunni og margir þeirra hafa ekki haldið eins og þeir ættu að gera og það þarf einfaldlega að fara yfir það í heild sinni.“Miður sín vegna málsins Dagur segist vera miður yfir stöðunni eins og hún hefur verið undanfarnar vikur. „Þetta á að vera örugg og góð þjónusta, þetta er viðkvæm þjónusta og þetta er þjónusta við fólk og hún þarf að endurspegla það,“ segir hann og útilokar ekki að meira fé verði sett í verkefnið. „Það þarf bæði að fara yfir hvernig sveitarfélögin hafa verið að skrá þarfir þeirra sem eru að nota þjónustuna og það þarf að fara yfir verkferla varðandi móttöku, þegar einstaklingar koma á staðin, og fleira og fleira. Það eru engin takmörk hvað það varðar,“ segir hann og bætir við að ferðaþjónustan verði skoðuð sem heild. Dagur segir borgina hafa lært margt af málinu „Til dæmis það að það voru hagsmunasamtök notenda, fatlaðs fólks, sem vöruðu mjög við því að fara af stað á þessum árstíma. Það var ekki hlustað nægilega á það. Sumu var frestað, eins og breytingar á skólaakstrinum, en öðru ekki og fólk taldi sig í stakk búið til að sinna þessu vel. Annað hefur einfaldlega komið á daginn,“ segir hann. Dagur segir að þó að langur tími hafi verið til að undirbúa breytingarnar þá hafi hann annaðhvort ekki verið nýttur nógu vel eða nógu langur. Hann segir þó að ekki megi gleyma að tilgangur breytinganna hafi átt að vera að „Það er þyngra en tárum taki að það hafi mistekist og úr því verður að bæta.“ Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
„Öryggi og góð þjónusta, hvoru tveggja á að einkenna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og það hefur ekki verið raunin undanfarnar vikur,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Hann segir að aðferðafræði krísustjórnunar verði notuð til að greiða úr stöðu ferðaþjónustunnar.Gerir þær breytingar sem þarf Neyðarstjórn sem sett hefur verið yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða og breyta þjónustunni. Þetta er niðurstaða fundar sem haldinn var í ráðhúsi Reykjavíkur með stjórnendum flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Hún getur gert tillögur að grundvallarbreytingum ef hún telur það nauðsynlegt í stöðinni,“ segir Dagur um heimildir nefndarinnar. Hann segir að neyðarstjórnin, sem leidd er af Stefáni Eiríkssyni, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, hafi heimildir til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar. „Það kom fram tillaga á borgarstjórnarfundi til að fara yfir ferlana og það er eitt af því sem þessi stjórn á að gera en hún hefur mun víðtækara umboð. Það er í raun verið að nota aðferðafræði kríustjórnunar til þess að grípa inn og fela einhverjum skýrt umboð til að gera það sem gera þarf,“ segir Dagur aðspurður um tillögu sem áður hefur komið fram um að mynda neyðarstjórn um málið.Of alvarlegt til að bregðast ekki við Dagur segir að atvikið í gær þar sem átján ára þroskaskert stúlka týndist í bíl á vegum ferðaþjónustunnar hafi einfaldlega verið of alvarlegt til að grípa ekki til aðgerða. Hann segir þó að síðustu vikur hafi verið unnið að því að laga þjónustuna sem hefur verið harðlega gagnrýnd af notendum um nokkurra mánaða skeið. „Ég held að við séum með þessu að horfast i augu við það að þetta hefur ekki gengið eins og það á að ganga. Við vorum búin að gefa þessu tíma, bundum vonir við að þetta væri að batna. Þetta tilvik í gær er einfaldlega svo alvarlegt að við töldum óumflýjanlegt að svona yrði stigið inn í með ákveðnari hætti en áður,“ segir hann. En þarf ekki einhver að axla ábyrgð á stöðunni og öllum þeim mistökum sem orðið hafa? „Við erum núna að taka þetta verkefni og setja undir sérstaka stjórn og þannig að bregðast við stöðunni sem uppi er. Það er okkur efst í huga í dag en svo ákváðum við að gera óháða úttekt á allri innleiðingunni því að þarna eru mjög margir hlekkir í keðjunni og margir þeirra hafa ekki haldið eins og þeir ættu að gera og það þarf einfaldlega að fara yfir það í heild sinni.“Miður sín vegna málsins Dagur segist vera miður yfir stöðunni eins og hún hefur verið undanfarnar vikur. „Þetta á að vera örugg og góð þjónusta, þetta er viðkvæm þjónusta og þetta er þjónusta við fólk og hún þarf að endurspegla það,“ segir hann og útilokar ekki að meira fé verði sett í verkefnið. „Það þarf bæði að fara yfir hvernig sveitarfélögin hafa verið að skrá þarfir þeirra sem eru að nota þjónustuna og það þarf að fara yfir verkferla varðandi móttöku, þegar einstaklingar koma á staðin, og fleira og fleira. Það eru engin takmörk hvað það varðar,“ segir hann og bætir við að ferðaþjónustan verði skoðuð sem heild. Dagur segir borgina hafa lært margt af málinu „Til dæmis það að það voru hagsmunasamtök notenda, fatlaðs fólks, sem vöruðu mjög við því að fara af stað á þessum árstíma. Það var ekki hlustað nægilega á það. Sumu var frestað, eins og breytingar á skólaakstrinum, en öðru ekki og fólk taldi sig í stakk búið til að sinna þessu vel. Annað hefur einfaldlega komið á daginn,“ segir hann. Dagur segir að þó að langur tími hafi verið til að undirbúa breytingarnar þá hafi hann annaðhvort ekki verið nýttur nógu vel eða nógu langur. Hann segir þó að ekki megi gleyma að tilgangur breytinganna hafi átt að vera að „Það er þyngra en tárum taki að það hafi mistekist og úr því verður að bæta.“
Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira