Svona týndist stúlkan Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 23:46 „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. Vísir „Honum hefur ekki verið sagt upp en hann mun ekki aka á meðan rannsókn stendur yfir. Hvað leiðir af í framhaldinu verður bara að koma í ljós,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í dag en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra.Svona var atburðarásin:Stúlkan sótt ásamt sjö öðrum í Fjölbrautarskólann við ÁrmúlaÖkumaðurinn ók þeim í sextán sæta Ford Transit niður í miðbæ ReykjavíkurHópnum skipt í tvennt þar sem lyftan niður í kjallara Hins hússins tekur aðeins fjóraStúlkan fer aftur inn í bílinn á meðan ökumaðurinn fylgdi fyrri hluta hópsins niður, að sögn SigtryggsBílstjórinn ekur af stað, í þeirri trú að allir úr hópnum séu í kjallara Hins hússinsLeit hefst að stúlkunni þegar hún skilar sér ekki heimBjörgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar við leitina, yfir hundrað leitarmennHaft var samband við All Iceland Tours og ökumaðurinn beðinn að athuga að stúlkunniStúlkan finnst í aftursæti bílsins, um það bil sjö tímum eftir að henni var ekið niður í miðbæEins og í feluleik „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik og ég vona að það verði ekki bara verklagsreglur hjá okkur heldur verði verklagsreglur hjá Hinu húsinu sem verði teknar í gegn. Ég lít sjálfur á þetta mjög alvarlegum augum,“ segir hann og bætir við að starfsmenn fyrirtækisins hafi fundað um málið í allt kvöld. „Við urðum náttúrulega fyrir sjokki þegar að þetta gerðist.“ Sigtryggur segir að stelpan eigi það til að fela sig, beygja sig niður eins og hún sé í feluleik. „Hún hljóp inn í bíl þegar hann var að fara með hóp niður í kjallara,“ segir Sigtryggur um hvernig stúlkan komst aftur inn í bílinn eftir að hafa farið út úr honum. Auk hennar voru sjö farþegar í bílnum í þessari tilteknu ferð. Skipta þurfti hópnum í tvennt þegar þeim var fylgt inn í húsið.Sjá einnig: Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Hann segist hafa látið vita nýverið af því að stúlkan ætti það til að hlaupa í burtu. Ekkert hafi hinsvegar verið gert í kjölfarið af þeirri ábendingu. „Þau hlíða mér í einu og öllu en þessi starfsmaður bara vissi ekki betur,“ segir hann. „Þetta er í rannsókn hjá strætó og ég vona að þetta verði eitthvað sem við lærum öll af,“ segir hann.Einn að fylgja fjölda krakka Sigtryggur segir að skoða þurfi verklag hjá Hinu húsinu líka. „Ég er kannski með tvo eða þrjá hjólastóla þegar ég fer með farþega þarna niður í Hitt hús og með fullan bíl af krökkum. Svo er ég einn að reyna kannski að klöngrast liðinu niður, kannski átta einstaklingum. Það gefur auga leið að það verða báðir aðilar að spila með og mér finnst Hitt húsið komast mjög léttvægt frá þessu,“ segir hann. Sigtryggur segir að starfsmaðurinn sem sá um aksturinn í dag hafa starfað í þrjár vikur hjá fyrirtækinu. Hann búi þó yfir langri reynslu af akstri fyrir Strætó og að hann hafi ekið áður fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er þaulvanur maður,“ segir Sigtryggur.Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Venjulega hefði það hinsvegar verið Sigtryggur sjálfur sem hefði ekið með Ólöfu og samnemendur hennar í dag. „Ég sé undir öllum eðlilegum kringumstæðum um ákveðna einstaklinga og undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði ég farið þessa ferð,“ segir hann. „Ég bað starfsmann hjá Hinu húsinu, yfirmann, um að það yrðu sendur starfsmaður þarna upp en það hefur ekki alltaf gerst að þeir komu upp til þess að aðstoða okkur við að fylgja krökkunum þarna niður í kjallara,“ segir hann. „Þessar lyftur þarna eru barn síns tíma, taka bara einn hjólastól, og krakkarnir hafa ekkert alltaf þolinmæði að bíða.“ Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Honum hefur ekki verið sagt upp en hann mun ekki aka á meðan rannsókn stendur yfir. Hvað leiðir af í framhaldinu verður bara að koma í ljós,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í dag en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra.Svona var atburðarásin:Stúlkan sótt ásamt sjö öðrum í Fjölbrautarskólann við ÁrmúlaÖkumaðurinn ók þeim í sextán sæta Ford Transit niður í miðbæ ReykjavíkurHópnum skipt í tvennt þar sem lyftan niður í kjallara Hins hússins tekur aðeins fjóraStúlkan fer aftur inn í bílinn á meðan ökumaðurinn fylgdi fyrri hluta hópsins niður, að sögn SigtryggsBílstjórinn ekur af stað, í þeirri trú að allir úr hópnum séu í kjallara Hins hússinsLeit hefst að stúlkunni þegar hún skilar sér ekki heimBjörgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar við leitina, yfir hundrað leitarmennHaft var samband við All Iceland Tours og ökumaðurinn beðinn að athuga að stúlkunniStúlkan finnst í aftursæti bílsins, um það bil sjö tímum eftir að henni var ekið niður í miðbæEins og í feluleik „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik og ég vona að það verði ekki bara verklagsreglur hjá okkur heldur verði verklagsreglur hjá Hinu húsinu sem verði teknar í gegn. Ég lít sjálfur á þetta mjög alvarlegum augum,“ segir hann og bætir við að starfsmenn fyrirtækisins hafi fundað um málið í allt kvöld. „Við urðum náttúrulega fyrir sjokki þegar að þetta gerðist.“ Sigtryggur segir að stelpan eigi það til að fela sig, beygja sig niður eins og hún sé í feluleik. „Hún hljóp inn í bíl þegar hann var að fara með hóp niður í kjallara,“ segir Sigtryggur um hvernig stúlkan komst aftur inn í bílinn eftir að hafa farið út úr honum. Auk hennar voru sjö farþegar í bílnum í þessari tilteknu ferð. Skipta þurfti hópnum í tvennt þegar þeim var fylgt inn í húsið.Sjá einnig: Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Hann segist hafa látið vita nýverið af því að stúlkan ætti það til að hlaupa í burtu. Ekkert hafi hinsvegar verið gert í kjölfarið af þeirri ábendingu. „Þau hlíða mér í einu og öllu en þessi starfsmaður bara vissi ekki betur,“ segir hann. „Þetta er í rannsókn hjá strætó og ég vona að þetta verði eitthvað sem við lærum öll af,“ segir hann.Einn að fylgja fjölda krakka Sigtryggur segir að skoða þurfi verklag hjá Hinu húsinu líka. „Ég er kannski með tvo eða þrjá hjólastóla þegar ég fer með farþega þarna niður í Hitt hús og með fullan bíl af krökkum. Svo er ég einn að reyna kannski að klöngrast liðinu niður, kannski átta einstaklingum. Það gefur auga leið að það verða báðir aðilar að spila með og mér finnst Hitt húsið komast mjög léttvægt frá þessu,“ segir hann. Sigtryggur segir að starfsmaðurinn sem sá um aksturinn í dag hafa starfað í þrjár vikur hjá fyrirtækinu. Hann búi þó yfir langri reynslu af akstri fyrir Strætó og að hann hafi ekið áður fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er þaulvanur maður,“ segir Sigtryggur.Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Venjulega hefði það hinsvegar verið Sigtryggur sjálfur sem hefði ekið með Ólöfu og samnemendur hennar í dag. „Ég sé undir öllum eðlilegum kringumstæðum um ákveðna einstaklinga og undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði ég farið þessa ferð,“ segir hann. „Ég bað starfsmann hjá Hinu húsinu, yfirmann, um að það yrðu sendur starfsmaður þarna upp en það hefur ekki alltaf gerst að þeir komu upp til þess að aðstoða okkur við að fylgja krökkunum þarna niður í kjallara,“ segir hann. „Þessar lyftur þarna eru barn síns tíma, taka bara einn hjólastól, og krakkarnir hafa ekkert alltaf þolinmæði að bíða.“
Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25