Porsche forþjöppuvæðist Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 15:15 Porsche 911 GT3 árgerð 2015. Fram að þessu hafa fáir bílar frá Porsche verið búnir forþjöppu. Þar á bæ hefur ríkt nokkur tregða við að nota forþjöppur nema í allra öflugustu gerðir bíla fyrirtækisins. Því hafa flestar vélar Porsche verið „naturally aspired“ eins og sagt er uppá enska tungu um vélar sem hvorki fá aðstoð frá forþjöppum eða keflablásurum. Á þessu verður brátt breyting og frá og með árgerð 2016 verða svo til allir bílar Porsche búnir forþjöppu. Ástæða þessarar stefnubreytingar Porsche eru sífellt strangari reglur um mengun bíla. Porsche á í raun enga undankomuleið þar sem forþjöppuvæðing er skilvirkasta leiðin til að minnka eyðslu bíla þeirra án þess að afl þeirra minnki. Í leiðinni mun Porsche minnka sprengirými flestra sinna bíla, en engu að síður mun afl þeirra bara aukast.Sá síðasti án forþjöppu Stutt er í að næsta árgerð Porsche 911 GT3 RS komi á markað og verður það síðasti bíll þeirrar gerðar frá Porsche sem ekki mun hafa forþjöppu í vélarhúsinu. Bíllinn verður slétt 500 hestöfl og með bættu loftflæði ætti þessi bíll, sem sérhannaður er fyrir brautarakstur, að skera minnst 5 sekúndur af 7:20 tímanum sem hann hefur náð á Nürburgring brautinni. Næsta gerð af hefðbundnum Porsche 911 Carrera mun semsagt fá forþjöppu og minna sprengirými, en Porsche 911 Carrera S heldur sínu 3,8 lítra sprengirými en með aðstoð forþjöppu mun hann skila 520 hestöflum. Það er á pari við núverandi Porsche 911 Turbo. Porsche hefur einnig látið hafa eftir sér að styttast fari í rafmagnsútfærslu 911 bílsins. Boxster og Cayman bílar Porsche munu einnig fá forþjöppur, en aðeins fjögurra strokka vélar. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent
Fram að þessu hafa fáir bílar frá Porsche verið búnir forþjöppu. Þar á bæ hefur ríkt nokkur tregða við að nota forþjöppur nema í allra öflugustu gerðir bíla fyrirtækisins. Því hafa flestar vélar Porsche verið „naturally aspired“ eins og sagt er uppá enska tungu um vélar sem hvorki fá aðstoð frá forþjöppum eða keflablásurum. Á þessu verður brátt breyting og frá og með árgerð 2016 verða svo til allir bílar Porsche búnir forþjöppu. Ástæða þessarar stefnubreytingar Porsche eru sífellt strangari reglur um mengun bíla. Porsche á í raun enga undankomuleið þar sem forþjöppuvæðing er skilvirkasta leiðin til að minnka eyðslu bíla þeirra án þess að afl þeirra minnki. Í leiðinni mun Porsche minnka sprengirými flestra sinna bíla, en engu að síður mun afl þeirra bara aukast.Sá síðasti án forþjöppu Stutt er í að næsta árgerð Porsche 911 GT3 RS komi á markað og verður það síðasti bíll þeirrar gerðar frá Porsche sem ekki mun hafa forþjöppu í vélarhúsinu. Bíllinn verður slétt 500 hestöfl og með bættu loftflæði ætti þessi bíll, sem sérhannaður er fyrir brautarakstur, að skera minnst 5 sekúndur af 7:20 tímanum sem hann hefur náð á Nürburgring brautinni. Næsta gerð af hefðbundnum Porsche 911 Carrera mun semsagt fá forþjöppu og minna sprengirými, en Porsche 911 Carrera S heldur sínu 3,8 lítra sprengirými en með aðstoð forþjöppu mun hann skila 520 hestöflum. Það er á pari við núverandi Porsche 911 Turbo. Porsche hefur einnig látið hafa eftir sér að styttast fari í rafmagnsútfærslu 911 bílsins. Boxster og Cayman bílar Porsche munu einnig fá forþjöppur, en aðeins fjögurra strokka vélar.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent