Ford Focus RS er öskrandi 320 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Ford Focus RS. Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent