Hættulegustu og öruggustu bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 12:30 Subaru Legacy er einn þeirra 9 bíla sem þykja öruggastir samkvæmt rannsókn IIHS. Bílar verða sífellt öruggari og tölur um dauðaslys fara víðast mjög lækkandi um heim allan. Þó eru ekki allir bílar jafn öryggir. Insurance Institute for Higway Safety (IIHS) í Bandaríkjunum hefur tekið saman á hvers konar bílum af árgerð 2011 líklegast er að ökumenn og farþegar láti lífið í umferðaróhöppum. Þar kemur í ljós að smærri bílar eru hættulegastir. Efstur á lista er Kia Rio, en í hverjum milljón slíkum bílum seldum hafa 149 látið lífið. Næst hættulegasti bíllinn er Nissan Versa en þar má búast við 130 dauðaslysum og í þriðja sæti er Hyundai Accent með 120 dauðaslys.9 öruggustu bílarnir án dauðaslysaÞegar skoðaðir eru öruggustu bílarnir kemur í ljós að í einum 9 bílgerðum má gera ráð fyrir að enginn látist. Þetta á við bílgerðirnar Audi A4 4WD, Honda Odyssey, Kia Sorento 2WD, Lexus RX 350 4WD, Mercedes Benz GL-Class 4 WD, Subaru Legacy 4WD, Toyota Highlander Hybrid 4WD, Toyota Sequoia 4WD og Volvo XC90 4WD. Athygli vekur hve margir þessara bíla eru fjórhjóladrifnir, en 13 þeirra 19 bíla sem reyndust öruggastir, voru fjórhjóladrifnir.Enginn svo öruggur fyrir 8 árumÞegar IIHS gerði samskonar könnun fyrir 8 árum síðan var enginn bílgerð sem náði þessum eftirsótta árangri og er það til vitnis um hve bílar og umferðarmannvirki eru nú orðin öruggari en fyrir minna en áratug síðan. Að sögn IIHS er langt þangað til að bílaumferð krefjist ekki mannslífa, en sú staðreynd að margar bílgerðir nái þessum árangri nú sýni þó að þessu takmarki megi ná í framtíðinni, en það krefjist bæði öruggari mannvirkja og að bílaframleiðendur haldi áfram á þessari jákvæðu braut varðandi öryggi bíla sinna. Í Bandaríkjunum dóu 33.561 manns í umferðinni árið 2012 en árið 2013 voru þeir 32.719. Tölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir.Þeim mun stærri, þess öruggariÍ könnun IIHS kemur einnig í ljós að tæknilegar framfarir til aukins öryggis í bílum sé meginörsök lækkandi dánartíðni í umferðinni. Sterkari yfirbyggingar og öryggisbúnaður í bílum hafi komið í veg fyrir 7.700 dauðaslys árið 2012 ef engin framþróun í smíði bíla hefði orðið frá árinu 1985. Í niðurstöðum IIHS sést einnig að stærri bílar eru öruggari en minni og í minnsta flokki bíla megi sjá að búast megi við að meðaltali 115 dauðsföllum á hverju milljón selda bíla. Í flokknum smærri 4 dyra bílar má búast við 51 dauðaslysi, en þarna munar strax miklu frá minnsta flokki bíla. Í miðstærðarflokki bíla má búast við 29 dauðaslysum og í flokki stærri fólksbíla má búast við 24 dauðaslysum. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Bílar verða sífellt öruggari og tölur um dauðaslys fara víðast mjög lækkandi um heim allan. Þó eru ekki allir bílar jafn öryggir. Insurance Institute for Higway Safety (IIHS) í Bandaríkjunum hefur tekið saman á hvers konar bílum af árgerð 2011 líklegast er að ökumenn og farþegar láti lífið í umferðaróhöppum. Þar kemur í ljós að smærri bílar eru hættulegastir. Efstur á lista er Kia Rio, en í hverjum milljón slíkum bílum seldum hafa 149 látið lífið. Næst hættulegasti bíllinn er Nissan Versa en þar má búast við 130 dauðaslysum og í þriðja sæti er Hyundai Accent með 120 dauðaslys.9 öruggustu bílarnir án dauðaslysaÞegar skoðaðir eru öruggustu bílarnir kemur í ljós að í einum 9 bílgerðum má gera ráð fyrir að enginn látist. Þetta á við bílgerðirnar Audi A4 4WD, Honda Odyssey, Kia Sorento 2WD, Lexus RX 350 4WD, Mercedes Benz GL-Class 4 WD, Subaru Legacy 4WD, Toyota Highlander Hybrid 4WD, Toyota Sequoia 4WD og Volvo XC90 4WD. Athygli vekur hve margir þessara bíla eru fjórhjóladrifnir, en 13 þeirra 19 bíla sem reyndust öruggastir, voru fjórhjóladrifnir.Enginn svo öruggur fyrir 8 árumÞegar IIHS gerði samskonar könnun fyrir 8 árum síðan var enginn bílgerð sem náði þessum eftirsótta árangri og er það til vitnis um hve bílar og umferðarmannvirki eru nú orðin öruggari en fyrir minna en áratug síðan. Að sögn IIHS er langt þangað til að bílaumferð krefjist ekki mannslífa, en sú staðreynd að margar bílgerðir nái þessum árangri nú sýni þó að þessu takmarki megi ná í framtíðinni, en það krefjist bæði öruggari mannvirkja og að bílaframleiðendur haldi áfram á þessari jákvæðu braut varðandi öryggi bíla sinna. Í Bandaríkjunum dóu 33.561 manns í umferðinni árið 2012 en árið 2013 voru þeir 32.719. Tölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir.Þeim mun stærri, þess öruggariÍ könnun IIHS kemur einnig í ljós að tæknilegar framfarir til aukins öryggis í bílum sé meginörsök lækkandi dánartíðni í umferðinni. Sterkari yfirbyggingar og öryggisbúnaður í bílum hafi komið í veg fyrir 7.700 dauðaslys árið 2012 ef engin framþróun í smíði bíla hefði orðið frá árinu 1985. Í niðurstöðum IIHS sést einnig að stærri bílar eru öruggari en minni og í minnsta flokki bíla megi sjá að búast megi við að meðaltali 115 dauðsföllum á hverju milljón selda bíla. Í flokknum smærri 4 dyra bílar má búast við 51 dauðaslysi, en þarna munar strax miklu frá minnsta flokki bíla. Í miðstærðarflokki bíla má búast við 29 dauðaslysum og í flokki stærri fólksbíla má búast við 24 dauðaslysum.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent