Fótbolti

Ronaldo falur fyrir 300 milljónir punda

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Ef eitthvað félag er til í að greiða 300 milljónir punda, eða 60 milljarða íslenskra króna, þá fær það Cristiano Ronaldo.

Það segir umboðsmaður hans, Jorge Mendes. Það er eðlilega glórulaus upphæð fyrir knattspyrnumann en það er ekki enn búið að rjúfa 100 milljón punda múrinn í knattspyrnuheiminum.

„Ronaldo er besti íþróttamaður sögunnar. Hann er besti fótboltamaður heims og ekki hægt að líkja honum við neinn," sagði Mendes.

„Það kostar reyndar einn milljarð punda að losa hann undan samningi. Það er ómögulegt að kaupa hann. En félagið myndi selja fyrir 300 milljónir punda."

Mendes segir að Ronaldo muni ekki yfirgefa Real Madrid því hann elski félagið. Hann kom til félagsins á 80 milljónir punda á sínum tíma frá Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×