Golf

Kylfingur braut herlög

Bae Sang-Moon.
Bae Sang-Moon. vísir/getty
Besti kylfingur Suður-Kóreu, Bae Sang-Moon, spilar líklega ekki golf á PGA-mótaröðinni á næstunni.

Það er búið að kæra hann í heimalandinu fyrir að brjóta herlög. Hann átti að snúa til heimalandsins þar sem fararleyfi hans var á endan.

Hann hlýddi ekki þeim tilskipunum heldur tók þátt í Phoenix Open um helgina.

Sang-Moon fékk fararleyfi árið 2012 til þess að spila golf í Bandaríkjunum og víðar. Hann hefur unnið tvö mót á PGA-mótaröðinni ásamt því að vinna mót í Asíu.

Hann fékk ekki frekara dvalarleyfi en allir karlmenn í Suður-Kóreu á aldrinum 18 til 35 ára verða að skila tveggja ára herskyldu.

Sang-Moon skoðar nú málið með lögfræðingum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×