Á myndinni sést Timberlake kyssa óléttubumbu eiginkonu sinnar, Jessicu Biel, og skrifar undir myndina að á þessu ári muni hann fá bestu gjöf í heimi, barn.
Timberlake og Biel hafa verið saman síðan árið 2007 og giftu þau sig 2012, og er þetta fyrsta barn hjónakornanna.
JT, eins og hann er gjarnan kallaður, er sannur Íslandsvinur eftir að hann hélt eftirminnilega tónleika í Kórnum í Kópavogi í ágúst á seinasta ári.