Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 30-32 | Björgvin sá um FH Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 19. febrúar 2015 13:45 Benedikt Reynir Kristinsson, hornamaður FH. vísir/andri marinó ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
ÍR vann frábæran sigur á FH, 32-30, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði hann tíu mörk. FH-ingar hafa þá tapað þremur í röð. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær í liði FH og gerði 11 mörk. Hann gerði aftur á móti of mörg mistök. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og náði hvorugt liðið einhverju almennilegu forskoti. Flottur handbolti hjá báðum liðum og gæðin nokkuð mikil en Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, var frábær í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn FH illa við hann. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, byrjaði á bekknum en kom fljótlega inn á. Hann tók strax til sinna ráða og fór að verja vel. ÍR-ingar voru að finna taktinn og það var honum að þakka að liðið myndi ekki ná upp nokkra marka forskoti. Ásbjörn Friðriksson hjá FH, var að leika virkilega vel en ÍR-ingar voru þrátt fyrir það ívið sterkari þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og höfðu þeir tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14. Liðin voru ekki að finna sig á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerðu bæði fullt af mistökum. Þegar leið á hálfleikinn náðu ÍR-ingar að sýna ákveðið frumkvæði og voru skrefinu á undan. Áfram hélt Björgvin Hólmgeirsson og var hann allt í öllu hjá liðinu, ásamt Arnóri Frey Stefánssyni í marki ÍR. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum höfðu ÍR-ingar náð fjögurra marka forskoti, 25-21, en FH-ingar neituðu að gefast upp. Þeir minnkuðu strax muninn niður í tvö mörk. Síðustu tíu mínútur leiksins voru spennandi en það voru gestirnir í ÍR sem voru að lokum sterkari. Liðið vann að lokum tveggja marka sigur 32-30. Eins og áður segir var Björgvin Hólmgeirsson ótrúlegur í þessum leik og þá má alveg slá því föstu að hann á ekki að spila í Olís-deildinni. Björgvin gerði tíu mörk í leiknum og úr öllum regnbogans litum. Halldór: Tökum allt of oft ranga ákvörðun„Við erum með sautján tapaða bolta í þessum leik og þá er erfitt að vinna leik,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að keyra rosalega illa seinni bylgjuna og komum illa til baka. Við virðumst taka rangar ákvarðanir þegar á hólminn er komið og það þurfum við að skoða.“ Halldór segir að liðið hafi spilað fimm leiki á tveimur vikum og það sé kannski farið að segja til sín. „Það er samt ekki eins og þetta ÍR-lið sé að spila á mörgum mönnum. Það vantaði bara viljann í mína menn og einnig þurftu menn að vera aðeins klókari á köflum.“ Einar: Andlega sterkt að vinna í kvöld„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur í kvöld,“ segir Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við erum ekki búnir að ná okkur á strik eftir jól og því var mikilvægt að ná í tvö stig hér. Þetta var mikilvægt upp á andlegu hliðina að gera. Við höfum verið að spila ágætlega, en verið að klúðra leikjunum sjálfir.“ Einar segir að þegar vörnin og markvarslan hafi farið að ganga hafi verið erfitt að stöðva liðið. „Ég var nokkuð sáttur með allan leikinn hjá okkur. Þeir koma alltaf aftur til baka og við réðu vel við það. Bjöggi bróðir var frábær í kvöld. Hann var aftur á móti bara lélegur í síðustu tveimur leikjum en sýndi í kvöld hvernig menn svara því,“ sagði Einar um frammistaði bróður síns sem gerði tíu mörk í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira