Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2015 13:30 Þýski leiðsögumaðurinn Ulrich Pittroff var með hóp ferðamanna í fjörunni á þriðjudaginn þegar ferðamaðurinn óð út í eins og sjá má á myndinni. Mynd/Ulrich Pittroff Leiðsögumanni blöskraði hátterni erlends ferðamanns við Reynisfjöru á þriðjudaginn. Ferðamaðurinn hafði þá vaðið út í sjóinn til að ná sem bestum myndum. Mikil mildi þykir að öldurnar hafi ekki tekið manninn með sér. Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í fjörunni. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni fyrrnefnds ferðamanns á þriðjudaginn og tók myndir.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lét lífið í maí 2007.„Líklega var hann á eigin vegum. Ég trúi ekki að neinn leiðsögumaður hefði látið þetta viðgangast,“ segir Bjarnheiður. Dæmin sanni að öldur hafi tekið fólk út í sjóinn. Orð að sönnu ef rýnt er í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. „Það getur verið stórhættulegt að vaða þarna út í,“ sagði Ólafur við það tilefni.Ferðamaðurinn í fjörunni áður en hann hætti sér út í sjóinn.Mynd/Ulrich PittroffLeiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. „Aðstæður þarna eru gríðarlega hættulegar. Fólk hundsar viðvaranir,“ segir Bjarnheiður. Viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni í apríl 2009. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.Frá uppsetningu skiltisins í Reynisfjöru árið 2009.Mynd/LandsbjörgÁ skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorð þar sem fram kemur að öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar og sjávarstraumar séu einstaklega sterkir. Því eigi fólk ekki að fara nærri sjónum. Í fyrra var svo að frumkvæði Landsbjargar gengið í að bæta slysavarnir á staðnum enn frekar. Bílastæðið var girt af til að beina fólki niður stíginn framhjá skiltinu. Öryggishluti skiltisins var endurgerður og leiðbeiningar settar fram á myndrænan hátt. Að síðustu var settur upp staur í fjörunni og á hann sett Björgvinsbelti (kastlína og björgunarlykkja). Allt í allt kostuðu framkvæmdirnar um hálfa milljón og að verkefninu komu auk félagsins, björgunarsveitin á staðnum, sveitarfélagið, sjóvá, Vegagerðin, kynnisferðir og lögregan á suðurlandi. Bjarnheiður segir Reynisfjöru einn vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Suðurströndinni. Hundruð þúsunda ferðamanna komi þar við árlega. Sumir með leiðsögumenn en margir á eigin vegum. „Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna miðað við hegðun á borð við þessa,“ segir Bjarnheiður og vísar í ferðamanninn í fjörunni á þriðjudaginn.Uppfært 20. febrúar klukkan 12 Upplýsingum um frekari uppsetningu viðvaranaskilta við Reynisfjöru hefur verið bætt við fréttina.Myndbandið að neðan er tekið af Roland A. Mores í Reynisfjöru í janúar 2013.Neðra myndbandið er birt í desember 2014 en kemur ekki fram hvenær það er tekið. Bæði myndböndin sýna glögglega hve mikill öldugangurinn getur verið í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Leiðsögumanni blöskraði hátterni erlends ferðamanns við Reynisfjöru á þriðjudaginn. Ferðamaðurinn hafði þá vaðið út í sjóinn til að ná sem bestum myndum. Mikil mildi þykir að öldurnar hafi ekki tekið manninn með sér. Fjölmörg dæmi eru um að ferðamenn hafi komið sér í hættu og jafnvel látið lífið í fjörunni. „Þetta er sérlega hættuleg fjara og alltof algengt að menn fari of nálægt. Ölduútsogið er með því meira sem gerist á byggðu bóli í heiminum held ég,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Kötlu DMI. Leiðsögumaður á hennar vegum varð vitni að hátterni fyrrnefnds ferðamanns á þriðjudaginn og tók myndir.Frá björgunaraðgerðum þegar kona lét lífið í maí 2007.„Líklega var hann á eigin vegum. Ég trúi ekki að neinn leiðsögumaður hefði látið þetta viðgangast,“ segir Bjarnheiður. Dæmin sanni að öldur hafi tekið fólk út í sjóinn. Orð að sönnu ef rýnt er í fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tóku þau með sér. Sama ár reyndi hópur ferðamanna að koma hval til bjargar sem rekið hafði á land. Voru þau búin að vaða sjó allt upp að mitti þegar Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, kom þeim til bjargar. „Það getur verið stórhættulegt að vaða þarna út í,“ sagði Ólafur við það tilefni.Ferðamaðurinn í fjörunni áður en hann hætti sér út í sjóinn.Mynd/Ulrich PittroffLeiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun kom erlendri ferðakonu til bjargar í janúar fyrir tveimur árum á sömu slóðum. Sumarið 2013 tók brimalda erlendan ferðamann út í sjóinn í fjörunni og rak hann upp í fjöru við Reynisfjall eftir að hafa verið í sjónum í um hálftíma. „Aðstæður þarna eru gríðarlega hættulegar. Fólk hundsar viðvaranir,“ segir Bjarnheiður. Viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni í apríl 2009. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.Frá uppsetningu skiltisins í Reynisfjöru árið 2009.Mynd/LandsbjörgÁ skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorð þar sem fram kemur að öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar og sjávarstraumar séu einstaklega sterkir. Því eigi fólk ekki að fara nærri sjónum. Í fyrra var svo að frumkvæði Landsbjargar gengið í að bæta slysavarnir á staðnum enn frekar. Bílastæðið var girt af til að beina fólki niður stíginn framhjá skiltinu. Öryggishluti skiltisins var endurgerður og leiðbeiningar settar fram á myndrænan hátt. Að síðustu var settur upp staur í fjörunni og á hann sett Björgvinsbelti (kastlína og björgunarlykkja). Allt í allt kostuðu framkvæmdirnar um hálfa milljón og að verkefninu komu auk félagsins, björgunarsveitin á staðnum, sveitarfélagið, sjóvá, Vegagerðin, kynnisferðir og lögregan á suðurlandi. Bjarnheiður segir Reynisfjöru einn vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Suðurströndinni. Hundruð þúsunda ferðamanna komi þar við árlega. Sumir með leiðsögumenn en margir á eigin vegum. „Það er tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna miðað við hegðun á borð við þessa,“ segir Bjarnheiður og vísar í ferðamanninn í fjörunni á þriðjudaginn.Uppfært 20. febrúar klukkan 12 Upplýsingum um frekari uppsetningu viðvaranaskilta við Reynisfjöru hefur verið bætt við fréttina.Myndbandið að neðan er tekið af Roland A. Mores í Reynisfjöru í janúar 2013.Neðra myndbandið er birt í desember 2014 en kemur ekki fram hvenær það er tekið. Bæði myndböndin sýna glögglega hve mikill öldugangurinn getur verið í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14 Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22 Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. 15. júlí 2008 15:14
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. 20. maí 2007 00:01
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22. ágúst 2008 13:22
Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Hjónin Ann og Chris Peters halda úti vefsíðunni icelandweddingplanner.com. 28. júlí 2014 10:30