Talið víst að Jóhann hreppi Óskarinn Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 11:01 Ef að líkum lætur hreppir Jóhann Jóhannsson Óskarinn að kvöldi sunnudags. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram á sunnudagskvöld og æsast leikar; Íslendingar eiga nefnilega sinn fulltrúa sem er tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina í myndinni Therory of Everything sem byggð er á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Ef rýnt er í veðmálastuðla eins og þeir birtast á Betsson telja flestir að hann hreppi hnossið. Stuðullinn á hann er 1,45, sem þýðir einfaldlega að vilji einhver veðja 1000 krónum á að Jóhann vinni fær sá 1,450 krónur til baka. Það stefnir í einvígi milli hans og Alexandre Desplat sem á tónlistina í The Grand Budapest Hótel. Desplat er með stuðulinn 2,10. Aðrir koma vart til álita.Jóhann hlýtur að teljast sigurstranglegur. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin í janúar, fyrstur Íslendinga, en sú hátíð og verðlaunaafhendingar þar þykja góð vísbending um hvernig fer með sigur á Óskarshátíðinni. En, þá ber til þess að líta að Jóhann fór tómhentur heim frá BAFTA-kvikmyndahátíðinni, þá var það Desplat sem hafði sigur. Vongóðir Íslendingar hljóta hins vegar að horfa til þess að sex af síðustu sjö sem höfðu sigur á Golden Globe unnu einnig Óskarinn. Og þá má geta þess að ein helsta og virtasta vefsíða á sviði kvikmynda, Indiewire, telur Jóhann sigurstranglegan.Fróðlegt er að skoða hvernig fólk kýs að haga veðmálum sínum. Þannig er talið víst að Birdman verði kosin besta myndin (1,48). Aðeins Boyhood (2,50) getur, samkvæmt þessu, veitt henni keppni. Stuðullinn á Selmu er fáránlega hár, eða 125, sem þýðir að þeir sem leggja undir telja nánast útilokað að hún verði fyrir valinu. Eddie Redmayne í The Theory of Everything) þykir langlíklegastur sem besti leikari í aðalhlutverki (1,22) og þá telst nánast öruggt (1,01) að Julianne More í Still Alice fái Óskar sem besta leikkonan í aðalhlutverki. J.K. Simmons í Whiplash (1,01) fær verðlaunin sem besti karl í aukahlutverki og Patricia Arquette í Boyhood(1,01) sem leikkona í aukahlutverki. Það verður hins vegar leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu (1,45) sem fær Óskarinn – ef marka má þá sem eru til í að hætta fé sínu í veðmál þar að lútandi. Golden Globes Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Sjá meira
Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram á sunnudagskvöld og æsast leikar; Íslendingar eiga nefnilega sinn fulltrúa sem er tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina í myndinni Therory of Everything sem byggð er á ævi vísindamannsins Stephen Hawking. Ef rýnt er í veðmálastuðla eins og þeir birtast á Betsson telja flestir að hann hreppi hnossið. Stuðullinn á hann er 1,45, sem þýðir einfaldlega að vilji einhver veðja 1000 krónum á að Jóhann vinni fær sá 1,450 krónur til baka. Það stefnir í einvígi milli hans og Alexandre Desplat sem á tónlistina í The Grand Budapest Hótel. Desplat er með stuðulinn 2,10. Aðrir koma vart til álita.Jóhann hlýtur að teljast sigurstranglegur. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin í janúar, fyrstur Íslendinga, en sú hátíð og verðlaunaafhendingar þar þykja góð vísbending um hvernig fer með sigur á Óskarshátíðinni. En, þá ber til þess að líta að Jóhann fór tómhentur heim frá BAFTA-kvikmyndahátíðinni, þá var það Desplat sem hafði sigur. Vongóðir Íslendingar hljóta hins vegar að horfa til þess að sex af síðustu sjö sem höfðu sigur á Golden Globe unnu einnig Óskarinn. Og þá má geta þess að ein helsta og virtasta vefsíða á sviði kvikmynda, Indiewire, telur Jóhann sigurstranglegan.Fróðlegt er að skoða hvernig fólk kýs að haga veðmálum sínum. Þannig er talið víst að Birdman verði kosin besta myndin (1,48). Aðeins Boyhood (2,50) getur, samkvæmt þessu, veitt henni keppni. Stuðullinn á Selmu er fáránlega hár, eða 125, sem þýðir að þeir sem leggja undir telja nánast útilokað að hún verði fyrir valinu. Eddie Redmayne í The Theory of Everything) þykir langlíklegastur sem besti leikari í aðalhlutverki (1,22) og þá telst nánast öruggt (1,01) að Julianne More í Still Alice fái Óskar sem besta leikkonan í aðalhlutverki. J.K. Simmons í Whiplash (1,01) fær verðlaunin sem besti karl í aukahlutverki og Patricia Arquette í Boyhood(1,01) sem leikkona í aukahlutverki. Það verður hins vegar leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu (1,45) sem fær Óskarinn – ef marka má þá sem eru til í að hætta fé sínu í veðmál þar að lútandi.
Golden Globes Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Sjá meira