Stemningin á HM hestamanna er engri lík 18. febrúar 2015 13:00 Pjetur Pjetursson formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamannafélaga. „Heimsmeistaramót íslenska hestsins er einn glæsilegasti Íslandstengdi viðburður á erlendri grundu sem við getum öll verið stolt af,“ segir Pjetur Pjetursson, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Herning í Danmörku 2. til 10. ágúst. Íslenskir hestamenn hafa margir hverjir farið á HM og þekkja vel þá frábæru stemningu sem er engri annarri lík og fjölmargir sem ætla ekki að láta HM í Herning fram hjá sér fara í ár. Íslenska liðið hefur sýnt frábæran árangur síðastliðin ár á mótinu. Til að tryggja að svo verði áfram er nauðsynlegt að tjalda öllu til og Pjetur segir því allan stuðning mikilvægan. Úrval Útsýn er dyggur stuðningsaðili landsliðsnefndarinnar. Ferðaskrifstofan býður upp á ferðir á HM í Herning en af hverjum seldum miða á mótið rennur ákveðin upphæð til landsliðsins. „Það er kostnaðarsamt að senda út knapa og hesta á HM og undirbúningurinn kostar sitt. Þessi stuðningur Úrval Útsýn við landsliðið er því gríðarlega mikilvægur.“Miðar á besta stað „Úrval - Úrval Útsýn hefur tryggt sér miða á besta stað í „Íslendingastúkunni”. Mikið hefur verið bókað og nú ætlar Úrval-Útsýn að bæta við ferð sem gengur út á að flogið er á Hamborg í Þýskalandi og keyrt þaðan upp til Herning. Á leiðinni er gist á góðu hóteli, snæddur kvöldverður, komið við á Víkingasafni og kastali skoðaður áður en komið er til Herning og fylgst með mótinu,“ segir Jónína Birna Björnsdóttir markaðsstjóri hjá Úrval Útsýn og bætir við að þetta sé afar spennandi ferð með skemmtilegum hestaunnendum.Áhugamannadeild Spretts Úrval Útsýn er einnig styrktaraðili nýrrar áhugamannadeildar Spretts. Um er að ræða nýja keppnisröð að fyrirmynd Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en fyrir áhugamenn í hestamennsku. „Mikill áhugi er fyrir þessari deild sem hefur verið frábærlega sótt af áhorfendum enda öll aðstaða í reiðhöll Spretts til fyrirmyndar,“ segir Jónína. Fyrsta keppniskvöldið, þann 5. febrúar, kepptu fjórtán lið og 700-800 áhorfendur fylgdust með. Næsta keppniskvöld í mótaröðinni verður haldið í kvöld, miðvikudaginn 18. febrúar. Þá verður keppt í fimmgangi. „Úrval Útsýn er aðalstyrktaraðili þess kvölds og er til marks um langa og farsæla samvinnu okkar við Landssamband hestamannafélaga,“ segir Jónína. Hestar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Heimsmeistaramót íslenska hestsins er einn glæsilegasti Íslandstengdi viðburður á erlendri grundu sem við getum öll verið stolt af,“ segir Pjetur Pjetursson, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Herning í Danmörku 2. til 10. ágúst. Íslenskir hestamenn hafa margir hverjir farið á HM og þekkja vel þá frábæru stemningu sem er engri annarri lík og fjölmargir sem ætla ekki að láta HM í Herning fram hjá sér fara í ár. Íslenska liðið hefur sýnt frábæran árangur síðastliðin ár á mótinu. Til að tryggja að svo verði áfram er nauðsynlegt að tjalda öllu til og Pjetur segir því allan stuðning mikilvægan. Úrval Útsýn er dyggur stuðningsaðili landsliðsnefndarinnar. Ferðaskrifstofan býður upp á ferðir á HM í Herning en af hverjum seldum miða á mótið rennur ákveðin upphæð til landsliðsins. „Það er kostnaðarsamt að senda út knapa og hesta á HM og undirbúningurinn kostar sitt. Þessi stuðningur Úrval Útsýn við landsliðið er því gríðarlega mikilvægur.“Miðar á besta stað „Úrval - Úrval Útsýn hefur tryggt sér miða á besta stað í „Íslendingastúkunni”. Mikið hefur verið bókað og nú ætlar Úrval-Útsýn að bæta við ferð sem gengur út á að flogið er á Hamborg í Þýskalandi og keyrt þaðan upp til Herning. Á leiðinni er gist á góðu hóteli, snæddur kvöldverður, komið við á Víkingasafni og kastali skoðaður áður en komið er til Herning og fylgst með mótinu,“ segir Jónína Birna Björnsdóttir markaðsstjóri hjá Úrval Útsýn og bætir við að þetta sé afar spennandi ferð með skemmtilegum hestaunnendum.Áhugamannadeild Spretts Úrval Útsýn er einnig styrktaraðili nýrrar áhugamannadeildar Spretts. Um er að ræða nýja keppnisröð að fyrirmynd Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en fyrir áhugamenn í hestamennsku. „Mikill áhugi er fyrir þessari deild sem hefur verið frábærlega sótt af áhorfendum enda öll aðstaða í reiðhöll Spretts til fyrirmyndar,“ segir Jónína. Fyrsta keppniskvöldið, þann 5. febrúar, kepptu fjórtán lið og 700-800 áhorfendur fylgdust með. Næsta keppniskvöld í mótaröðinni verður haldið í kvöld, miðvikudaginn 18. febrúar. Þá verður keppt í fimmgangi. „Úrval Útsýn er aðalstyrktaraðili þess kvölds og er til marks um langa og farsæla samvinnu okkar við Landssamband hestamannafélaga,“ segir Jónína.
Hestar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira