Betur fór en á horfðist þegar björgunarsveitarbíll fauk út af
Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarsveitarmenn á vettvangi. Vísir/Vilhelm
Betur fór en áhorfðist þegar jeppi björgunarsveitarinnar Kjalar fauk út af veginum við Tíðaskarð í Kjós í gærkvöldi. Þrír björgunarsveitarmenn voru í bílnum en enginn þeirra slasaðist alvarlega.
Voru þeir í óveðursútkalli þegar jeppinn bókstaflega fauk út af veginum en mikið hvassviðri var á þessum slóðum í gærkvöldi.
Þrír voru í bílnum en enginn slasaðist alvarlega.Vísir/Vilhelm