Ný útfærsla Geländerwagen frá Benz Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2015 15:33 Reffilegur að sjá sá nýi. Fyrir örfáum árum var Mercedes Benz að hugleiða að hætta framleiðslu hins sterka og torfæruhæfa Geländerwagen, en sem betur fer var það skref ekki stigið til fulls. Nú hefur Mercedes Benz snúið við blaðinu og kynnt nýja gerð bílsins sem kallast G500 4X4. Til eru nokkrar gerðir bílsins og um leið og Benz hefur ákveðið að hætta tveggja hurða blæjuútfærslu bílsins kemur þessi til sögunnar. Fyrir ekki svo löngu kynnti Mercedes Benz 6 dekkja útgáfu bílsins sem heitir G63 AMG 6X6 sem kostaði um 65 milljónir króna og var með 5,5 lítra öskrandi V8 vél með tveimur forþjöppum. Ekki reyndist mikil eftirspurn eftir þeim bíl og fólk sá ekki ástæðu fyrir þeim tveimur viðbótar dekkjum sem bíllinn skartaði. Því er komin þessi nýja útfærsla og er hann jafn hár frá vegi og sá sex dekkja. Meðal véla sem í boði verða í nýja bílnum er 382 hestafla vél sem ekki er framleidd af AMG hluta Benz. Mercedes Benz mun kynna þennan nýja bíl á bílasýningunni í Genf snemma í næsta mánuði, en ekki hefur verið gefið upp söluverð bílsins. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent
Fyrir örfáum árum var Mercedes Benz að hugleiða að hætta framleiðslu hins sterka og torfæruhæfa Geländerwagen, en sem betur fer var það skref ekki stigið til fulls. Nú hefur Mercedes Benz snúið við blaðinu og kynnt nýja gerð bílsins sem kallast G500 4X4. Til eru nokkrar gerðir bílsins og um leið og Benz hefur ákveðið að hætta tveggja hurða blæjuútfærslu bílsins kemur þessi til sögunnar. Fyrir ekki svo löngu kynnti Mercedes Benz 6 dekkja útgáfu bílsins sem heitir G63 AMG 6X6 sem kostaði um 65 milljónir króna og var með 5,5 lítra öskrandi V8 vél með tveimur forþjöppum. Ekki reyndist mikil eftirspurn eftir þeim bíl og fólk sá ekki ástæðu fyrir þeim tveimur viðbótar dekkjum sem bíllinn skartaði. Því er komin þessi nýja útfærsla og er hann jafn hár frá vegi og sá sex dekkja. Meðal véla sem í boði verða í nýja bílnum er 382 hestafla vél sem ekki er framleidd af AMG hluta Benz. Mercedes Benz mun kynna þennan nýja bíl á bílasýningunni í Genf snemma í næsta mánuði, en ekki hefur verið gefið upp söluverð bílsins.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent