Flottur langbakur frá Kia Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2015 12:30 Kia Sportspace er með hreinar en fagrar línur. Kia mun sýna þennan nýja bíl á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði og hefur hann fengið nafnið Kia Sportspace. Kia hefur engu að síður birt myndir af bílnum og þær ættu ekki að svekkja aðdáendur fagurra bíla. Kia hefur sagt að þessi bíll sé arftaki Optima bílsins, en það vekur þó furðu að hér er kominn langbakur en Optima var einungis framleiddur með „sedan“-lagi, þ.e. með skott. Þessi nýi bíll er í D-stærðarflokki og er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfürt. Kia segir að bíllinn sé hannaður sem „Grand Tourer“ en án þess að fórna aksturseiginleikum, sjálfbærni og sparneytni sem Kia er þekkt fyrir. Ekki kæmi á óvart ef bíllinn yrði boðinn í öflugri útgáfu, en það var ekki í boði með Optima bílinn og þótti mörgum það miður fyrir þann fagra bíl. Nýi bíllinn er með útlitseinkenni Kia bíla, með nýrnagrillið á sínum stað og hreinar línur aftur eftir honum. Ekki er þó laust við að afturendi bílsins minni á Alfa Romeo 159 Sportwagon og er þar ekki leiðum að líkjast. Ekki síður laglegur séður aftan frá.Alls ekki ósnotur að innan heldur. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent
Kia mun sýna þennan nýja bíl á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði og hefur hann fengið nafnið Kia Sportspace. Kia hefur engu að síður birt myndir af bílnum og þær ættu ekki að svekkja aðdáendur fagurra bíla. Kia hefur sagt að þessi bíll sé arftaki Optima bílsins, en það vekur þó furðu að hér er kominn langbakur en Optima var einungis framleiddur með „sedan“-lagi, þ.e. með skott. Þessi nýi bíll er í D-stærðarflokki og er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfürt. Kia segir að bíllinn sé hannaður sem „Grand Tourer“ en án þess að fórna aksturseiginleikum, sjálfbærni og sparneytni sem Kia er þekkt fyrir. Ekki kæmi á óvart ef bíllinn yrði boðinn í öflugri útgáfu, en það var ekki í boði með Optima bílinn og þótti mörgum það miður fyrir þann fagra bíl. Nýi bíllinn er með útlitseinkenni Kia bíla, með nýrnagrillið á sínum stað og hreinar línur aftur eftir honum. Ekki er þó laust við að afturendi bílsins minni á Alfa Romeo 159 Sportwagon og er þar ekki leiðum að líkjast. Ekki síður laglegur séður aftan frá.Alls ekki ósnotur að innan heldur.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent