Fótbolti

Neymar: Lionel Messi er besti vinur minn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Neymar.
Lionel Messi og Neymar. Vísir/Getty
Það höfðu margir áhyggjur af því hvort stórstjörnurnar Lionel Messi og Neymar gætu blómstrað hlið við hlið hjá Barcelona en þær áhyggjuraddir eru hljóðnaðar fyrir löngu.

Lionel Messi og Neymar ná nefnilega frábærlega saman, bæði inn á vellinum sem og utan hans. Nú lítur úr fyrir knattspyrnugoð Argentínu og knattspyrnugóð Brasilíu séu orðnir bestu vinir.

Lionel Messi lagði upp mark fyrir Neymar í 5-0 sigrinum á Levante (auk þess að skora sjálfur þrennu) og þetta var svolítið merkilegt mark fyrir Brasilíumanninn.

Neymar var þarna að skora sitt 39. mark fyrir Barcelona og er hann þar með búinn að skora fleiri mörk fyrir félagið en Argentínumaðurinn Diego Maradona gerði á sínum tíma.

„Ég er mjög ánægður með úrslitin. Um daginn klikkaði ég á víti en svoleiðis kemur fyrir. Það er mikill heiður fyrir mig að spila við hliðina á Messi, Luis Suarez og Pedro. Messi er besti vinur minn, bæði hjá Barca og utan fótboltavallarins," sagði Neymar í viðtali við Canal Plus.

Neymar hefur skorað 17 mörk í 20 deildarleikjum á tímabilinu en Lionel Messi er með 26 mörk í 23 leikjum. Saman hafa því þeir félagar skorað 43 mörk á leiktíðinni og það í fyrstu 23 umferðum tímabilsins.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×