Framtíðarútlit Audi bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 10:22 Audi Prologue Avant. Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent
Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent