Jónas Ýmir: Bjórsala á vellinum dregur úr ölvun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2015 11:30 Jónas Ýmir Jónasson. Vísir/Andri Marinó Jónas Ýmir Jónasson, sem hefur boðið sig fram gegn Geir Þorsteinssyni í formannskjöri KSÍ um helgina, hefur sent frá sér lista yfir þær hugmyndir sem hann hefur fram að færa. Geir hefur verið formaður KSÍ frá 2007 og er talinn sigurstranglegur í formannskjörinu á ársþingi KSÍ sem hefst á morgun. Jónas sendi fjölmiðlum lista yfir atriði sem hann vill bæta í knattspyrnuhreyfingunni, svo sem að einfalda kosningaferli KSÍ, efla kvennaknattspyrnu, skerpa á reglur um dómgæslu, bæta ímynd KSÍ, að vinna betur með þunglyndi og kvíða knattspynumanna og leyfa bjórsölu á knattspyrnuleikjum.Hugmyndir Jónasar: 1. Þingfulltrúar og Kosning: Kosningaferlið þarf að einfalda og eiga öll liðin að eiga möguleika á að kjósa rafrænt því það er ekki ásætanlegt að félögin þurfi að mæta á þingið til að fá atkvæðið sitt gilt. Ennfremur fer fulltrúafjöldi – og þar með atkvæðafjöldi – aðildarfélaga á ársþingi KSÍ eftir því í hvaða deild meistaraflokkar þeirra leika. Þannig eiga félög með úrvalsdeildarlið fjóra fulltrúa á þinginu, lið með félög í fyrstu deild karla þrjá, í annarri deild tvo og lið með meistaraflokka karla eða kvenna í öðrum deildum eiga einn fulltrúa. Huginn Seyðisfirði gegnir alveg jafn miklu hlutverki uppeldisstarfi og stóru félögin á höfðurborgarsvæðinu. Litlu liðin hafa því ansi lítil áhrif á stefnu KSÍ. Einnig legg ég til að formennska verði ekki lengur en 8 ár í heildina og kosið verði á 4 ára fresti. 2. Dómaramál: Dómaramál voru sérstaklega í brennidepli á síðasta ári, almennt hefur dómgæsla verið góð síðustu ár en þörf er á meiri bætingu og viðurlögum við ílla dæmdum leikjum. Dómarar eiga að fá misjafna leiki eftir frammistöðu og jafnvel fella þá niður um deild í 1-2 leiki eftir slæma frammistöðu. Einnig er algerlega í ólagi að það sé bara fjórði dómari á völdum leikjum. Annaðhvort eru þeir á öllum leikjum eða engum. 3. Kvennaboltinn: Meiri Pening í kvennaboltan!!!!! Mikil gróska hefur verið í kvennaboltanum undanfarin ár en betur má ef duga skal. Brottfall úr yngstu flokkunum er alltof mikið og fjármagn til kvennaboltans er of lítið. Erfitt er fyrir fjölmörg félög að halda efnilegum stelpum og það er oftar en ekki þannig að 1-2 lið ná í alla bestu leikmenn úr öðrum liðum. Ég á stúlku í 7.flokki og hafa ótrúlega margar stelpur hætt sem voru í 8.flokk, enn meira brottfall er á milli 6 og 7.flokks. Það þarf að vinna að lausn í málinu og skipa starfshóp með reynslu úr kvennaboltanum. 4. KSÍ: Mikil þörf er að bæta ímynd sambandsins útá við, þörf er á skýrari og virkari jafnréttisstefnu sem dæmi. Bæta þarf ímynd fótboltans á Íslandi, alltof margir hafa aldrei upplifað að fara á fótboltaleik hér á landi og fordómar í garð boltans of miklir. Íslenskur fótbolti er skemmtilegur og þarf að eyða meiri fjórmunum í auglýsingar og kynna deildina. Við þurfum fleira fólk á völlinn. Íslensk knattspyrna er skemmtileg og við þurfum að láta alla landsmenn vita að þvi, það er hlutverk KSI. Þurfum að fá fleiri a völlinn. Núverandi KSÍ merkið er úr sér gengið og alltof stórt á landsliðsbúningum. Hanna þarf nýtt merki, ég hef heyrt hugmyndir með skjaldamerkið okkar íslendinga og er það ekki fráleit hugmynd. 5. Andleg heilsa iðkennda: Andleg heilsa og forvarnarstarf er eitthvað sem eg tel nauðsynlegt að rannsaka betur. Á síðastliðnu ári hafa fjölmargir knattspyrnumenn komið fram og sagt frá þunglyndi og kvíða. Ég þekki það af eigin raun að þetta skiptir svakalega miklu máli. Hversu miklum hæfileikum er sóað á hverju ári því engin tekur eftir þessum dulda sjúkdómi. Aðrir hafa lent í einelti og er ég ekki að tala um einungis í yngri flokkum. Þetta er jafnvel að gerast í meistaraflokk. KSí á að taka frumkvæðið að þessu og vera leiðandi. Íþróttir eru besta forvarnarstarfið eins og við vitum öll. Hversu marga atvinnumenn og iðkenndur missum við útaf andlega hlutanum? ADHD krakkar t.d. Komast ekki að hjá geð- taugalæknum eftir að þau verða 18. ára og missa barnalækninn. Einnig mætti bjóða uppá æfingar hjá félögum sem valfag í grunnskólum. 6. Bjór og Íþróttir: Allir eru sammála um það að áfengi og Íþróttir eiga ekki saman, nema að þú heitir Paul McGrath. Ég eins og þúsundir aðrir uppgjafa knattspyrnumenn stundum svokallaðan Bumbubolta. Á minum langa ferli í þeim bolta hef ég ekki enn upplifað það að menn séu að hella í sig fyrir fótbolta, hvort sem hann er spilaður sem skemmtun, grín eða að alvöru. Hinsvegar er bjór og áhorf á fótbolta eitthvað sem á vel saman og þetta er eitthvað sem allur heimurinn gerir, Ég er fylgjandi þvi að selja bjór á krana á knattspyrnuleikjum á íslandi. Minu máli til stuðnings nefni ég að þetta gefur félögum gífurleg, bætt a tekjumöguleika. Allir vita að stór hluti af áhorfendum sem eru á leikum eru þarna frítt. Félög græða litið sem ekkert a sölu inná leiki, bjórsala myndi breyta því öllu. Tökum bara dæmi ef 0.5 l af bjór væri á 1000 kr a landsleikjum og deildarleikjum. Seldur í plastglasi sem dæmi. Margir hafa ahyggjur af ölvun á leikjum, en að selja bjór kemur hinsvegar meira í veg fyrir það. Mín tillaga er sú í samráði við stjórnvöld að leyfa bjórsölu á landsleikjum í 1 ár aður en félögin fái þann möguleika. Þá er komin reynsla á hvernig er best að gera þetta. knattspyrnan hérna heima er í mikilli samkeppni við aðra afþreyingu. Fólki finnst gaman að fara í bíó, þu getur fengið þér bjór i bíó, en ekki á fótbolta leikjum. Af hverju má fullorðið fólk kaupa bjór á tónleikum, í bíói, veitingarstöðum, bláa lóninu og bráðlega í búðum en ekki á leikjum? Íslenski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Jónas Ýmir Jónasson, sem hefur boðið sig fram gegn Geir Þorsteinssyni í formannskjöri KSÍ um helgina, hefur sent frá sér lista yfir þær hugmyndir sem hann hefur fram að færa. Geir hefur verið formaður KSÍ frá 2007 og er talinn sigurstranglegur í formannskjörinu á ársþingi KSÍ sem hefst á morgun. Jónas sendi fjölmiðlum lista yfir atriði sem hann vill bæta í knattspyrnuhreyfingunni, svo sem að einfalda kosningaferli KSÍ, efla kvennaknattspyrnu, skerpa á reglur um dómgæslu, bæta ímynd KSÍ, að vinna betur með þunglyndi og kvíða knattspynumanna og leyfa bjórsölu á knattspyrnuleikjum.Hugmyndir Jónasar: 1. Þingfulltrúar og Kosning: Kosningaferlið þarf að einfalda og eiga öll liðin að eiga möguleika á að kjósa rafrænt því það er ekki ásætanlegt að félögin þurfi að mæta á þingið til að fá atkvæðið sitt gilt. Ennfremur fer fulltrúafjöldi – og þar með atkvæðafjöldi – aðildarfélaga á ársþingi KSÍ eftir því í hvaða deild meistaraflokkar þeirra leika. Þannig eiga félög með úrvalsdeildarlið fjóra fulltrúa á þinginu, lið með félög í fyrstu deild karla þrjá, í annarri deild tvo og lið með meistaraflokka karla eða kvenna í öðrum deildum eiga einn fulltrúa. Huginn Seyðisfirði gegnir alveg jafn miklu hlutverki uppeldisstarfi og stóru félögin á höfðurborgarsvæðinu. Litlu liðin hafa því ansi lítil áhrif á stefnu KSÍ. Einnig legg ég til að formennska verði ekki lengur en 8 ár í heildina og kosið verði á 4 ára fresti. 2. Dómaramál: Dómaramál voru sérstaklega í brennidepli á síðasta ári, almennt hefur dómgæsla verið góð síðustu ár en þörf er á meiri bætingu og viðurlögum við ílla dæmdum leikjum. Dómarar eiga að fá misjafna leiki eftir frammistöðu og jafnvel fella þá niður um deild í 1-2 leiki eftir slæma frammistöðu. Einnig er algerlega í ólagi að það sé bara fjórði dómari á völdum leikjum. Annaðhvort eru þeir á öllum leikjum eða engum. 3. Kvennaboltinn: Meiri Pening í kvennaboltan!!!!! Mikil gróska hefur verið í kvennaboltanum undanfarin ár en betur má ef duga skal. Brottfall úr yngstu flokkunum er alltof mikið og fjármagn til kvennaboltans er of lítið. Erfitt er fyrir fjölmörg félög að halda efnilegum stelpum og það er oftar en ekki þannig að 1-2 lið ná í alla bestu leikmenn úr öðrum liðum. Ég á stúlku í 7.flokki og hafa ótrúlega margar stelpur hætt sem voru í 8.flokk, enn meira brottfall er á milli 6 og 7.flokks. Það þarf að vinna að lausn í málinu og skipa starfshóp með reynslu úr kvennaboltanum. 4. KSÍ: Mikil þörf er að bæta ímynd sambandsins útá við, þörf er á skýrari og virkari jafnréttisstefnu sem dæmi. Bæta þarf ímynd fótboltans á Íslandi, alltof margir hafa aldrei upplifað að fara á fótboltaleik hér á landi og fordómar í garð boltans of miklir. Íslenskur fótbolti er skemmtilegur og þarf að eyða meiri fjórmunum í auglýsingar og kynna deildina. Við þurfum fleira fólk á völlinn. Íslensk knattspyrna er skemmtileg og við þurfum að láta alla landsmenn vita að þvi, það er hlutverk KSI. Þurfum að fá fleiri a völlinn. Núverandi KSÍ merkið er úr sér gengið og alltof stórt á landsliðsbúningum. Hanna þarf nýtt merki, ég hef heyrt hugmyndir með skjaldamerkið okkar íslendinga og er það ekki fráleit hugmynd. 5. Andleg heilsa iðkennda: Andleg heilsa og forvarnarstarf er eitthvað sem eg tel nauðsynlegt að rannsaka betur. Á síðastliðnu ári hafa fjölmargir knattspyrnumenn komið fram og sagt frá þunglyndi og kvíða. Ég þekki það af eigin raun að þetta skiptir svakalega miklu máli. Hversu miklum hæfileikum er sóað á hverju ári því engin tekur eftir þessum dulda sjúkdómi. Aðrir hafa lent í einelti og er ég ekki að tala um einungis í yngri flokkum. Þetta er jafnvel að gerast í meistaraflokk. KSí á að taka frumkvæðið að þessu og vera leiðandi. Íþróttir eru besta forvarnarstarfið eins og við vitum öll. Hversu marga atvinnumenn og iðkenndur missum við útaf andlega hlutanum? ADHD krakkar t.d. Komast ekki að hjá geð- taugalæknum eftir að þau verða 18. ára og missa barnalækninn. Einnig mætti bjóða uppá æfingar hjá félögum sem valfag í grunnskólum. 6. Bjór og Íþróttir: Allir eru sammála um það að áfengi og Íþróttir eiga ekki saman, nema að þú heitir Paul McGrath. Ég eins og þúsundir aðrir uppgjafa knattspyrnumenn stundum svokallaðan Bumbubolta. Á minum langa ferli í þeim bolta hef ég ekki enn upplifað það að menn séu að hella í sig fyrir fótbolta, hvort sem hann er spilaður sem skemmtun, grín eða að alvöru. Hinsvegar er bjór og áhorf á fótbolta eitthvað sem á vel saman og þetta er eitthvað sem allur heimurinn gerir, Ég er fylgjandi þvi að selja bjór á krana á knattspyrnuleikjum á íslandi. Minu máli til stuðnings nefni ég að þetta gefur félögum gífurleg, bætt a tekjumöguleika. Allir vita að stór hluti af áhorfendum sem eru á leikum eru þarna frítt. Félög græða litið sem ekkert a sölu inná leiki, bjórsala myndi breyta því öllu. Tökum bara dæmi ef 0.5 l af bjór væri á 1000 kr a landsleikjum og deildarleikjum. Seldur í plastglasi sem dæmi. Margir hafa ahyggjur af ölvun á leikjum, en að selja bjór kemur hinsvegar meira í veg fyrir það. Mín tillaga er sú í samráði við stjórnvöld að leyfa bjórsölu á landsleikjum í 1 ár aður en félögin fái þann möguleika. Þá er komin reynsla á hvernig er best að gera þetta. knattspyrnan hérna heima er í mikilli samkeppni við aðra afþreyingu. Fólki finnst gaman að fara í bíó, þu getur fengið þér bjór i bíó, en ekki á fótbolta leikjum. Af hverju má fullorðið fólk kaupa bjór á tónleikum, í bíói, veitingarstöðum, bláa lóninu og bráðlega í búðum en ekki á leikjum?
Íslenski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira