Kia Trailster orkubúnt Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 09:15 Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent