Fjórði mánuður Volkswagen með minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 10:29 Ein af samsetningarverksmiðjum Volkswagen. Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent
Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent