Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sínum og því rak ég hann heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 10:30 Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hélt áhugaverðan fyrirlestur á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær. Svíinn talaði í 35 mínútur um leiðtogahlutverk í íþróttum, en yfirskrift þessa opna fundar var „Leiðtoginn í atvinnulífinu.“ Lars, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom íslenska landsliðinu úr 133. sæti heimslistans í 28. sætið á tæpum þremur árum, gaf skemmtilega innsýn í lífið á bakvið tjöldin hjá landsliðinu. Hann talaði mikið um ábyrgð og ræddi það þegar hann sendi Zlatan Ibrahimovic, skærustu stjörnu sænska landsliðsins og sænsks íþróttalífs, heim fyrir að brjóta eina af þeim fáu reglum sem hann setur. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki enn lært íslensku. Ég segi vanalega að það er ekkert til sem heitir afsakanir - bara slæmar útskýringar. Mín er að líklega að ég er of gamall og hef of lítið geymslupláss í heilanum,“ sagði Lars við upphaf fyrirlestursins og hélt áfram á léttu nótunum. „Ég veit heldur ekki við hverju þið búist af mér. Ef væntingarnar eru miklar get ég minnkað þær. Ég var nefnilega einu sinni valinn leiðinlegasti maðurinn í Svíþjóð,“ sagði hann og uppskar mikinn hlátur í salnum.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stýra liðinu saman.vísir/vilhelmSumir viðkvæmari en aðrir Lars byrjaði á að tala um leiðtogahlutverkið sem hann verður að leika í sínu starfi. „Ég trúi ekki mikið á reglur. Það sem ég hef upplifað á mörgum árum sem þjálfari er að virðing er mjög mikilvægt orð. Leikmennirnir verða að virða hvorn annan. Þó þeir smelli ekki alltaf saman verða þeir að bera virðingu fyrir hvorum öðrum,“ sagði hann. „Fjármálaráðherrann [Bjarni Benediktssson var einn fyrirlesaranna innsk. blm.] veit það líklega betur en aðrir, að það getur verið erfitt að vera mikið í sviðsljósinu. Því ákveðum við hvað við segjum innan hópsins og hvað við segjum utan hans. Menn verða að finna það með sjálfum sér hvað þeir mega segja. Sumir eru viðkvæmari en aðrir fyrir því sem aðrir segja um hann.“ Svíinn sagði að í ríflega 20 manna leikmannahópi væru allir mikilvægir þó ekki allir spiluðu. Því væri mikilvægt að allir kæmu fram af virðingu við hvorn annan. Hann fór svo að tala um reglur utan vallar og hversu mikilvægt það er að fylgja þeim. „Í stóra fótboltaheiminum er mikið af reglum. Flestir stjórar hafa mikið af reglum. Ef þú gengur inn í leikmannastofu í Englandi hanga þar uppi á veggjum reglur leikmanna og viðurlögin við þeim,“ sagði Lars. „Vandamálið í hópíþróttum - sérstaklega fótbolta - er að við kennum leikmönnum ekki nóg að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ef einhver brýtur reglurnar verður viðkomandi að sæta ábyrgð. Ég hef reynt að vinna svona bæði með Svíþjóð og Nígeríu og nú með Íslandi.“ „Ég hef bara einu sinni lent í því að reglurnar voru brotnar. Ein aðalreglan hjá mér er að við höldum hópinn frá kvöldmat og fram að morgunmat næsta dag. Einu sinni með Svíþjóð kom það fyrir að þrír leikmenn fóru út eftir kvöldmat.“Lars Lagerbäck og Zlatan voru ekki alltaf sammála um allt.vísir/afpUrðu að taka ábyrgð á eigin gjörðum Þessir menn voru Olof Mellberg, Christian Wilhelmsson og ofurstjarnan Zlatan Ibrahimovic, en þeir stálust út af hóteli sænska landsliðsins í Stokkhólmi árið 2006 fyrir leik liðsins gegn Lichenstein í undankeppni EM 2008. Þetta voru þrír af frægustu og bestu leikmönnum liðsins og fengu fjölmiðlar í borginni því fljótt fréttir af því að þremenningarnir væru að gera sér glaðan dag í miðborg Stokkhólms. „Fjölmiðlarnir hringdu í okkur og voru mættir klukkan sjö um morguninn á hótelið því einn leikmannanna var Zlatan Ibrahimovic,“ sagði Lars, en fótboltaumfjöllun í Svíþjóð undanfarinn áratug hefur að stóru leyti snúist um þann magnaða framherja. „Við urðum að taka þá ákvörðun að senda þá heim. Það var ekki auðvelt því tveir þeirra voru bestu leikmenn liðsins. Aðalástæðan fyrir því að þeir voru sendir heim var að þeir þurftu taka ábyrgð á gjörðum sínum.“ „Íslendingarnir hafa staðið sig mjög vel hvað þetta varðar. Ég hef ekki lent í neinum vandræðum með þá síðan ég byrjaði. Þeir hafa sýnt að þeir eru miklir atvinnumenn.“Strákunum er frjálst að hafa skoðanir á öllu nema byrjunarliðinu.vísir/andri marinóLýðræði upp að vissu marki Lars ítrekaði fyrir fundargestum að það væri mikilvægt í svona hópi að allir rói í sömu átt. Auðvelt sé að lenda í vandræðum þegar einhverjir leikmenn fari sínar eigin leiðir. Hann segist fagna því að leikmenn hafi skoðanir og vilji breyta og bæta umhverfi landsliðsins, en þegar kemur að sumum hlutum hefur hann valdið því hann beri beri ábyrgð á liðinu. „Það sem við Heimir tölum alltaf um er að möguleikarnir eru endalausir. Við tölum við leikmennina og viljum að þeir hafi skoðanir á því hvernig við vinnum vinnuna okkar og hvernig við búum. Það eina eina sem ég ræði ekki við leikmennina er hvernig liðið á að vera. Það er á minni ábyrgð,“ sagði Lars. „Þetta er ekki spurning um lýðræði. Ef leikmennirnir geta haft áhrif á jákvæðan hátt og vilja breyta einhverju er ég tilbúinn að hlusta, en á endanum tökum við Heimir ákvarðanirnar.“ Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, hélt áhugaverðan fyrirlestur á aðalfundi Félags Atvinnurekanda í gær. Svíinn talaði í 35 mínútur um leiðtogahlutverk í íþróttum, en yfirskrift þessa opna fundar var „Leiðtoginn í atvinnulífinu.“ Lars, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni kom íslenska landsliðinu úr 133. sæti heimslistans í 28. sætið á tæpum þremur árum, gaf skemmtilega innsýn í lífið á bakvið tjöldin hjá landsliðinu. Hann talaði mikið um ábyrgð og ræddi það þegar hann sendi Zlatan Ibrahimovic, skærustu stjörnu sænska landsliðsins og sænsks íþróttalífs, heim fyrir að brjóta eina af þeim fáu reglum sem hann setur. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki enn lært íslensku. Ég segi vanalega að það er ekkert til sem heitir afsakanir - bara slæmar útskýringar. Mín er að líklega að ég er of gamall og hef of lítið geymslupláss í heilanum,“ sagði Lars við upphaf fyrirlestursins og hélt áfram á léttu nótunum. „Ég veit heldur ekki við hverju þið búist af mér. Ef væntingarnar eru miklar get ég minnkað þær. Ég var nefnilega einu sinni valinn leiðinlegasti maðurinn í Svíþjóð,“ sagði hann og uppskar mikinn hlátur í salnum.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stýra liðinu saman.vísir/vilhelmSumir viðkvæmari en aðrir Lars byrjaði á að tala um leiðtogahlutverkið sem hann verður að leika í sínu starfi. „Ég trúi ekki mikið á reglur. Það sem ég hef upplifað á mörgum árum sem þjálfari er að virðing er mjög mikilvægt orð. Leikmennirnir verða að virða hvorn annan. Þó þeir smelli ekki alltaf saman verða þeir að bera virðingu fyrir hvorum öðrum,“ sagði hann. „Fjármálaráðherrann [Bjarni Benediktssson var einn fyrirlesaranna innsk. blm.] veit það líklega betur en aðrir, að það getur verið erfitt að vera mikið í sviðsljósinu. Því ákveðum við hvað við segjum innan hópsins og hvað við segjum utan hans. Menn verða að finna það með sjálfum sér hvað þeir mega segja. Sumir eru viðkvæmari en aðrir fyrir því sem aðrir segja um hann.“ Svíinn sagði að í ríflega 20 manna leikmannahópi væru allir mikilvægir þó ekki allir spiluðu. Því væri mikilvægt að allir kæmu fram af virðingu við hvorn annan. Hann fór svo að tala um reglur utan vallar og hversu mikilvægt það er að fylgja þeim. „Í stóra fótboltaheiminum er mikið af reglum. Flestir stjórar hafa mikið af reglum. Ef þú gengur inn í leikmannastofu í Englandi hanga þar uppi á veggjum reglur leikmanna og viðurlögin við þeim,“ sagði Lars. „Vandamálið í hópíþróttum - sérstaklega fótbolta - er að við kennum leikmönnum ekki nóg að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ef einhver brýtur reglurnar verður viðkomandi að sæta ábyrgð. Ég hef reynt að vinna svona bæði með Svíþjóð og Nígeríu og nú með Íslandi.“ „Ég hef bara einu sinni lent í því að reglurnar voru brotnar. Ein aðalreglan hjá mér er að við höldum hópinn frá kvöldmat og fram að morgunmat næsta dag. Einu sinni með Svíþjóð kom það fyrir að þrír leikmenn fóru út eftir kvöldmat.“Lars Lagerbäck og Zlatan voru ekki alltaf sammála um allt.vísir/afpUrðu að taka ábyrgð á eigin gjörðum Þessir menn voru Olof Mellberg, Christian Wilhelmsson og ofurstjarnan Zlatan Ibrahimovic, en þeir stálust út af hóteli sænska landsliðsins í Stokkhólmi árið 2006 fyrir leik liðsins gegn Lichenstein í undankeppni EM 2008. Þetta voru þrír af frægustu og bestu leikmönnum liðsins og fengu fjölmiðlar í borginni því fljótt fréttir af því að þremenningarnir væru að gera sér glaðan dag í miðborg Stokkhólms. „Fjölmiðlarnir hringdu í okkur og voru mættir klukkan sjö um morguninn á hótelið því einn leikmannanna var Zlatan Ibrahimovic,“ sagði Lars, en fótboltaumfjöllun í Svíþjóð undanfarinn áratug hefur að stóru leyti snúist um þann magnaða framherja. „Við urðum að taka þá ákvörðun að senda þá heim. Það var ekki auðvelt því tveir þeirra voru bestu leikmenn liðsins. Aðalástæðan fyrir því að þeir voru sendir heim var að þeir þurftu taka ábyrgð á gjörðum sínum.“ „Íslendingarnir hafa staðið sig mjög vel hvað þetta varðar. Ég hef ekki lent í neinum vandræðum með þá síðan ég byrjaði. Þeir hafa sýnt að þeir eru miklir atvinnumenn.“Strákunum er frjálst að hafa skoðanir á öllu nema byrjunarliðinu.vísir/andri marinóLýðræði upp að vissu marki Lars ítrekaði fyrir fundargestum að það væri mikilvægt í svona hópi að allir rói í sömu átt. Auðvelt sé að lenda í vandræðum þegar einhverjir leikmenn fari sínar eigin leiðir. Hann segist fagna því að leikmenn hafi skoðanir og vilji breyta og bæta umhverfi landsliðsins, en þegar kemur að sumum hlutum hefur hann valdið því hann beri beri ábyrgð á liðinu. „Það sem við Heimir tölum alltaf um er að möguleikarnir eru endalausir. Við tölum við leikmennina og viljum að þeir hafi skoðanir á því hvernig við vinnum vinnuna okkar og hvernig við búum. Það eina eina sem ég ræði ekki við leikmennina er hvernig liðið á að vera. Það er á minni ábyrgð,“ sagði Lars. „Þetta er ekki spurning um lýðræði. Ef leikmennirnir geta haft áhrif á jákvæðan hátt og vilja breyta einhverju er ég tilbúinn að hlusta, en á endanum tökum við Heimir ákvarðanirnar.“ Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira