Lögreglan í Dubai með ofurbílasýningu Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 16:52 Engin lögregla í heiminum býr að öðrum eins flota flottra bíla og lögreglan í Dubai. Henni tilheyra bílar eins og McLaren 12C, Nissan GT-R, Bugatti Veyron, Mercedes SLS AMG, Bentley Continental GT, Ferrari FF, Mercedes G63 AMG, Audi R8 og fleiri ofurbílar. Svo flottur er floti þeirra að þeim þótti ástæða til að gera flott kynningarmyndband um flotann, en myndbandið myndi sóma sér vel sem kynning á næstu Need for Speed kvikmynd. Hvort það var gert til að hræða ökumenn frá því að ógna lögreglunni í Dubai skal ósagt látið, en líklegra er að það sé gert í þeim eina tilgangi að sýna hve efnað landið er að vopna lögregluna með slíkum tækjum. Myndskeiðið er þó sannarlega áhrifamikið. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Engin lögregla í heiminum býr að öðrum eins flota flottra bíla og lögreglan í Dubai. Henni tilheyra bílar eins og McLaren 12C, Nissan GT-R, Bugatti Veyron, Mercedes SLS AMG, Bentley Continental GT, Ferrari FF, Mercedes G63 AMG, Audi R8 og fleiri ofurbílar. Svo flottur er floti þeirra að þeim þótti ástæða til að gera flott kynningarmyndband um flotann, en myndbandið myndi sóma sér vel sem kynning á næstu Need for Speed kvikmynd. Hvort það var gert til að hræða ökumenn frá því að ógna lögreglunni í Dubai skal ósagt látið, en líklegra er að það sé gert í þeim eina tilgangi að sýna hve efnað landið er að vopna lögregluna með slíkum tækjum. Myndskeiðið er þó sannarlega áhrifamikið.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent