Tiger ekki verið í verri stöðu í 18 ár en samt tekjuhæstur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 10:15 Tiger Woods virðist ekki líklegur til að vinna mót þessa dagana. vísir/getty Tiger Woods er í 62. sæti á heimslistanum í golfi en nýr listi var birtur í gær. Hann hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1996 eða í heil 18 ár. Tiger, sem átti frábært ár 2013 og var kjörinn PGA-kylfingur ársins, var ömurlegur í fyrra og vann ekki eitt einasta mót. Hann hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og hætti keppni eftir ellefu holur á Farmers-meistaramótinu sem fram fór um helgina. Þá lék hann sinn versta hring á ferlinum á öðru móti í Phoenix fyrir tveimur vikum þegar hann spilaði 18 holur á 82 höggum eða ellefu höggum yfir pari. Fari svo að Tiger verði ekki búinn að rífa sig upp á meðal 50 efstu fyrir byrjun mars verður hann ekki með á WGC-heimsmótinu sem fram fer á Trump National-vellinum í Flórída 5.-8. þess mánaðar. Tiger hefur unnið það mót sjö sinnum en þar spila aðeins 50 efstu menn heimslistans. Sigurvegarinn á mótinu fær ríflega eina og hálfa milljón dala í sinn hlut. Rory McIlroy er efstur á heimslistanum sem fyrr og Henrik Stenson í öðru sæti, en Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson er þriðji. Fjórir Bandaríkjamenn eru á meðal tíu efstu. Þrátt fyrir skelfilegt gengi á golfvellinum að undanförnu ern Tiger engu að síður tekjuhæsti kylfingurinn tólfta árið í röð. Hann rakaði inn 55 milljónum dala á síðasta ári eða 7,2 miljörðum króna. Nær allar tekjurnar eða 99 prósent koma í gegnum styrktarsamninga. Þrátt fyrir að vera efstur tólfta árið í röð hafa tekjur hans aldrei verið lægri. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er í 62. sæti á heimslistanum í golfi en nýr listi var birtur í gær. Hann hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1996 eða í heil 18 ár. Tiger, sem átti frábært ár 2013 og var kjörinn PGA-kylfingur ársins, var ömurlegur í fyrra og vann ekki eitt einasta mót. Hann hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og hætti keppni eftir ellefu holur á Farmers-meistaramótinu sem fram fór um helgina. Þá lék hann sinn versta hring á ferlinum á öðru móti í Phoenix fyrir tveimur vikum þegar hann spilaði 18 holur á 82 höggum eða ellefu höggum yfir pari. Fari svo að Tiger verði ekki búinn að rífa sig upp á meðal 50 efstu fyrir byrjun mars verður hann ekki með á WGC-heimsmótinu sem fram fer á Trump National-vellinum í Flórída 5.-8. þess mánaðar. Tiger hefur unnið það mót sjö sinnum en þar spila aðeins 50 efstu menn heimslistans. Sigurvegarinn á mótinu fær ríflega eina og hálfa milljón dala í sinn hlut. Rory McIlroy er efstur á heimslistanum sem fyrr og Henrik Stenson í öðru sæti, en Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson er þriðji. Fjórir Bandaríkjamenn eru á meðal tíu efstu. Þrátt fyrir skelfilegt gengi á golfvellinum að undanförnu ern Tiger engu að síður tekjuhæsti kylfingurinn tólfta árið í röð. Hann rakaði inn 55 milljónum dala á síðasta ári eða 7,2 miljörðum króna. Nær allar tekjurnar eða 99 prósent koma í gegnum styrktarsamninga. Þrátt fyrir að vera efstur tólfta árið í röð hafa tekjur hans aldrei verið lægri.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira