Allt innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands liggur niðri eins og staðan er en aðstæður verða kannaðar aftur á tólftatímanum.
Slæmt veður hefur verið á landinu í morgun og liggur flug því niðri .
Horfur á landinu næsta sólahring: Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur, en þurrt A-lands. Hægari vindur seint í dag. Kólnandi veður, frost víða 0 til 7 stig síðdegis.
