Spá Haraldar rættist um goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“ Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2015 12:39 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn í viðtali við Stöð 2 í aðdraganda eldgossins í Holuhrauni í ágústmánuði 2014. Mynd/Stöð 2. „Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember í grein á bloggsíðu sinni, þegar hann útskýrði reiknilíkan um goslok í Holuhrauni. Vísindaráð almannavarna lýsti því yfir í morgun að eldgosinu væri lokið. Spá Haraldur hefur því ræst og gat vart verið nákvæmari. Haraldur setti fyrst fram kenningu sína í bloggi þann 11. október að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Fyrsti útreikningur hans í október gerði ráð fyrir goslokum í mars 2015 en mánuði síðar talaði Haraldur um „goslok í lok febrúar eða byrjun mars“, með þessum fyrirvara: „En það eru margir þættir, sem geta haft áhrif á kvikurennslið þegar dregur úr kraftinum, einkum viðnám í kvikuganginum undir Holuhrauni og fleira. Allir þessir þættir virka í þá átt að goslok yrðu eitthvað fyrr." Hann ítrekaði svo enn spá sína í bloggi þann 18. janúar síðastliðinn og birti línurit sem sýndi að sig Bárðarbungu hafi verið ótrúlega reglulegt frá upphafi. Jafnan sem Haraldur birti með spá sinni um goslok.Kort Haraldur Sigurðsson.„Jafnan sem fylgir línuritinu sýnir að það sé mjög nærri því að vera hrein lína, með R2 = 0,99968. Það gerist ekki betra í náttúrunni.“ Samkvæmt jöfnu Haraldar yrði línan orðin lárétt eftir um 160 daga frá því að mælingar hófust , sem var 12. september 2014. Þá hættir sigið í Bárðarbungu, eða í byrjun marsmánaðar 2015, skrifaði Haraldur. „Þá er líklegt að gosinu ljúki, því að þrýstingur í kvikuþrónni verður kominn í jafnvægi. Bláu punktarnir eru allir af athugunum á siginu, nema síðasti punkturinn við dag 160, sem ég leyfi mér að setja inn sem líkleg goslok í mars,“ sagði Haraldur í janúar. Fjallað var um æviferil Haraldar og Eldfjallasafnið í Stykkishólmi í byrjun febrúar á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Viku síðar fór Haraldur með áhorfendum umhverfis Jökul og sýndi helstu undur í eldgarði Snæfellsness. Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54 Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember í grein á bloggsíðu sinni, þegar hann útskýrði reiknilíkan um goslok í Holuhrauni. Vísindaráð almannavarna lýsti því yfir í morgun að eldgosinu væri lokið. Spá Haraldur hefur því ræst og gat vart verið nákvæmari. Haraldur setti fyrst fram kenningu sína í bloggi þann 11. október að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Fyrsti útreikningur hans í október gerði ráð fyrir goslokum í mars 2015 en mánuði síðar talaði Haraldur um „goslok í lok febrúar eða byrjun mars“, með þessum fyrirvara: „En það eru margir þættir, sem geta haft áhrif á kvikurennslið þegar dregur úr kraftinum, einkum viðnám í kvikuganginum undir Holuhrauni og fleira. Allir þessir þættir virka í þá átt að goslok yrðu eitthvað fyrr." Hann ítrekaði svo enn spá sína í bloggi þann 18. janúar síðastliðinn og birti línurit sem sýndi að sig Bárðarbungu hafi verið ótrúlega reglulegt frá upphafi. Jafnan sem Haraldur birti með spá sinni um goslok.Kort Haraldur Sigurðsson.„Jafnan sem fylgir línuritinu sýnir að það sé mjög nærri því að vera hrein lína, með R2 = 0,99968. Það gerist ekki betra í náttúrunni.“ Samkvæmt jöfnu Haraldar yrði línan orðin lárétt eftir um 160 daga frá því að mælingar hófust , sem var 12. september 2014. Þá hættir sigið í Bárðarbungu, eða í byrjun marsmánaðar 2015, skrifaði Haraldur. „Þá er líklegt að gosinu ljúki, því að þrýstingur í kvikuþrónni verður kominn í jafnvægi. Bláu punktarnir eru allir af athugunum á siginu, nema síðasti punkturinn við dag 160, sem ég leyfi mér að setja inn sem líkleg goslok í mars,“ sagði Haraldur í janúar. Fjallað var um æviferil Haraldar og Eldfjallasafnið í Stykkishólmi í byrjun febrúar á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Viku síðar fór Haraldur með áhorfendum umhverfis Jökul og sýndi helstu undur í eldgarði Snæfellsness.
Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54 Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Gosinu lýkur í byrjun mars, samkvæmt reikniformúlu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, hefur ítrekað spá sína um að eldgosinu í Holuhrauni ljúki í byrjun marsmánaðar næstkomandi. 18. janúar 2015 22:12
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? 22. febrúar 2015 20:02
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Eldgosinu í Holuhrauni er lokið Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. 28. febrúar 2015 11:54
Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. 17. október 2014 10:46
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32