„Hákarlinn" bítur í Tiger Woods Kári Örn Hinriksson skrifar 26. febrúar 2015 08:15 Tiger Woods er ávalt miðpunktur athyglinnar. Getty Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu. Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu.
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira