Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2015 14:48 Best er að halda sig innandyra í dag ef kostur er. Vísir/Stefán Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óveður og strórhríð er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þungfært er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.Sjá einnig:Lægðin sem stríðir landsmönnum í beinni útsendinguÓveður á Holtavörðuheiði Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdáni, Mikladal og Klettshálsi.Óveður svo til alls staðar Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjafirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi. Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.Spá veðurstofu Íslands frá klukkan 13:34 Reiknað er með austan 20-30 m/s sunnanlands, snjókomu og skafrenningi, hvassast með suðurströndinni. Annars staðar austan og norðaustan 13-23, dálítil él og skafrenningur. Norðan 10-18 m/s á morgun, en 15-23 m/s SA-til. Él eða snjókoma N- og A-lands, en úrkomulaust annars staðar. Dregur meira úr vindi á vestanverðu landinu seinninpartinn á morgun. Frost á bilinu 0 til 7 stig. Versta veðrið í dag verður S-lands og mikill vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert á köflum. Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag. Lægir heldur og minni líkur eru á snörpum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi úr þessu. Enn er spáð ofsaveðri fram eftir degi á þjóðveginum austan Hellu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verða hviður allt að 50 m/s fram á kvöld. Í Öræfum og á Skeiðarársandi nær veðurhæð hámarki síðdegis. Þar verða mjög snarpir snarpir sviptivindar með ofankomu, skafrenningi og eins sandfoki. Fer ekki að ganga niður á þeim slóðum fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 15:45 Búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óveður og strórhríð er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þungfært er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.Sjá einnig:Lægðin sem stríðir landsmönnum í beinni útsendinguÓveður á Holtavörðuheiði Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdáni, Mikladal og Klettshálsi.Óveður svo til alls staðar Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjafirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi. Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.Spá veðurstofu Íslands frá klukkan 13:34 Reiknað er með austan 20-30 m/s sunnanlands, snjókomu og skafrenningi, hvassast með suðurströndinni. Annars staðar austan og norðaustan 13-23, dálítil él og skafrenningur. Norðan 10-18 m/s á morgun, en 15-23 m/s SA-til. Él eða snjókoma N- og A-lands, en úrkomulaust annars staðar. Dregur meira úr vindi á vestanverðu landinu seinninpartinn á morgun. Frost á bilinu 0 til 7 stig. Versta veðrið í dag verður S-lands og mikill vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert á köflum. Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag. Lægir heldur og minni líkur eru á snörpum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi úr þessu. Enn er spáð ofsaveðri fram eftir degi á þjóðveginum austan Hellu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verða hviður allt að 50 m/s fram á kvöld. Í Öræfum og á Skeiðarársandi nær veðurhæð hámarki síðdegis. Þar verða mjög snarpir snarpir sviptivindar með ofankomu, skafrenningi og eins sandfoki. Fer ekki að ganga niður á þeim slóðum fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 15:45 Búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira