Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2015 14:48 Best er að halda sig innandyra í dag ef kostur er. Vísir/Stefán Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óveður og strórhríð er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þungfært er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.Sjá einnig:Lægðin sem stríðir landsmönnum í beinni útsendinguÓveður á Holtavörðuheiði Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdáni, Mikladal og Klettshálsi.Óveður svo til alls staðar Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjafirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi. Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.Spá veðurstofu Íslands frá klukkan 13:34 Reiknað er með austan 20-30 m/s sunnanlands, snjókomu og skafrenningi, hvassast með suðurströndinni. Annars staðar austan og norðaustan 13-23, dálítil él og skafrenningur. Norðan 10-18 m/s á morgun, en 15-23 m/s SA-til. Él eða snjókoma N- og A-lands, en úrkomulaust annars staðar. Dregur meira úr vindi á vestanverðu landinu seinninpartinn á morgun. Frost á bilinu 0 til 7 stig. Versta veðrið í dag verður S-lands og mikill vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert á köflum. Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag. Lægir heldur og minni líkur eru á snörpum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi úr þessu. Enn er spáð ofsaveðri fram eftir degi á þjóðveginum austan Hellu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verða hviður allt að 50 m/s fram á kvöld. Í Öræfum og á Skeiðarársandi nær veðurhæð hámarki síðdegis. Þar verða mjög snarpir snarpir sviptivindar með ofankomu, skafrenningi og eins sandfoki. Fer ekki að ganga niður á þeim slóðum fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 15:45 Búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óveður og strórhríð er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þungfært er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.Sjá einnig:Lægðin sem stríðir landsmönnum í beinni útsendinguÓveður á Holtavörðuheiði Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Hálfdáni, Mikladal og Klettshálsi.Óveður svo til alls staðar Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjafirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi. Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.Spá veðurstofu Íslands frá klukkan 13:34 Reiknað er með austan 20-30 m/s sunnanlands, snjókomu og skafrenningi, hvassast með suðurströndinni. Annars staðar austan og norðaustan 13-23, dálítil él og skafrenningur. Norðan 10-18 m/s á morgun, en 15-23 m/s SA-til. Él eða snjókoma N- og A-lands, en úrkomulaust annars staðar. Dregur meira úr vindi á vestanverðu landinu seinninpartinn á morgun. Frost á bilinu 0 til 7 stig. Versta veðrið í dag verður S-lands og mikill vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert á köflum. Þó úrkomuminna verði í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf og tefja ferðalög eða hamla þeim. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag. Lægir heldur og minni líkur eru á snörpum vindhviðum undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi úr þessu. Enn er spáð ofsaveðri fram eftir degi á þjóðveginum austan Hellu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verða hviður allt að 50 m/s fram á kvöld. Í Öræfum og á Skeiðarársandi nær veðurhæð hámarki síðdegis. Þar verða mjög snarpir snarpir sviptivindar með ofankomu, skafrenningi og eins sandfoki. Fer ekki að ganga niður á þeim slóðum fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 15:45 Búið er að loka Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira