Mourinho skammast sín vegna stuðningsmanna Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2015 17:50 Málið hefur vakið sterk viðbrögð í Englandi og Frakklandi, sem og víðar. Vísir/Getty/AFP Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira