Handbolti

Velkominn til baka | Sjáðu viðtal við Óla Stef

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur á hliðarlínunni með Val.
Ólafur á hliðarlínunni með Val. Vísir/Vilhelm
Ólafur Stefánsson hefur tekið skóna af hillunni og hefur hafið æfingar með KIF Kolding Köbenhavn í Danmörku.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er einnig þjálfari KIF Kolding, en Aron hafði samband við Ólaf sem er nú mættur til æfinga hjá liðinu.

Ólafur spilaði rúma 300 leiki á tuttugu ára landsliðsferli sínum, en hann hætti handboltaiðkun vorið 2013 eftir að hafa farið víða á ferli sínum.

Fésbókarsíða KIF Kolding tók Ólaf að tali á æfingu liðsins og þar er hann meðal annars spurður út í hvað hann muni koma með inn í liðið. Hann er meðal annars kallaður „the greatest Olafur" og er boðinn velkominn aftur til Danmörku, en hann lék á sínum tíma með liðinu þegar það hét AG Köbenhavn.

Hann er hugsaður að hjálpa liðinu í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en liðið mætir Zagreb í 16-liða úrslitum keppninnar.

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Viðtalið við Ólaf:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×