Clark slegin í augað í frumraun Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 08:32 Caitlin Clark var bersýnilega þjáð eftir að hafa fengið högg í augað. Getty/M. Anthony Nesmith Eftir að hafa verið valin nýliði ársins í WNBA-deildinni í körfubolta, með fullt hús stiga, varð Caitlin Clark að sætta sig við stórt tap með Indiana Fever í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69. Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Clark fékk að vita það rétt fyrir leik gegn Connecticut Sun að hún væri nýliði ársins, en þær fréttir ættu svo sem ekki að hafa komið henni né neinum öðrum á óvart. Hún var hins vegar aðeins búin að spila 90 sekúndur af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni þegar hún fékk högg í augað frá DiJonai Carrington, sem var að reyna að stöðva sendingu frá Clark. Ekkert var dæmt á þetta en Clark virtist þjáð og þurfti smástund til að jafna sig. Caitlin Clark takes a finger to the eye, no call pic.twitter.com/lrGIIJH28R— Clark Report (@CClarkReport) September 22, 2024 Hvort sem höggið hafði einhver áhrif eða ekki þá var Clark fjarri sínu besta í fyrri hálfleiknum og klúðraði til að mynda öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Hún var aðeins með þrjú stig í hálfleik og endaði með ellefu stig og átta stoðsendingar, í 24 stiga tapi því Connecticut vann leikinn 93-69. Þetta var fyrsti leikur Indiana Fever í úrslitakeppni síðan árið 2016 en innkoma Clark hefur breytt öllu hjá liðinu. Liðið endaði þó fyrir neðan Connecticut í deildinni og vann aðeins einn af fjórum innbyrðis leikjum liðanna. Næsti leikur þeirra er á miðvikudagskvöld þar sem Connecticut getur með sigri slegið Indiana út. Wilson valin best Eins og fyrr segir var Clark valin nýliði ársins en það var hins vegar A‘ja Wilson sem var valin leikmaður ársins, og hlaut hún einnig fullt hús atkvæða, auk þess að vera valin verðmætasti leikmaðurinn, eða MVP, eftir að hafa orðið í 3. sæti í fyrra. Wilson átti sinn þátt í 78-67 sigri Las Vegas Aces á Seattle Storm í gær. Wilson skoraði 21 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Önnur úrslit voru þau að Minnesota Lynx vann Phoenix Mercury, 102-95, og New York Liberty vann Atlanta Dream, 83-69.
Körfubolti Tengdar fréttir Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Áhugi Íslendinga á körfuboltakonunni Caitlin Clark hefur vakið athygli en stór hópur safnaðist saman í Minigarðinum á sunnudaginn til að fylgjast með leik í bandarísku WNBA-deildinni. 18. september 2024 11:03