Borgirnar báðar liggja nærri Mosul, annarri stærstu borg Írak, sem er í haldi ISIS.
AP fréttaveitan hefur rætt við embættismann á svæðinu sem segir íbúa nærri rústunum hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu.
Þá segir annar embættismaður að vígamenn hafi flutt fornminjar af svæðinu síðustu daga, eins og þeir gerðu við Nimrud. Samtökin eru talin hafa grætt gífurlega fjármuni á sölu fornminja á svörtum mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Fyrir viku síðan birtu samtökin myndband af mönnum að eyðileggja fornar styttur og minjar í safni í Mosul. Þeir segja stytturnar hylla fornum guðum. Fornleifafræðingurinn Abdulamir Hamdani sagði í fyrrakvöld að lengi hafi verið búist við því að ISIS myndi skemma rústirnar í Nimrud og þá sagði hann að Hatra væri næst. Það hefur reynst rétt hjá honum.

