Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 19:45 Dagný Brynjarsdóttir reynir að komast fyrir langa spyrnu Norðmanna. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Sjá meira