Harrison flugkappi heppinn að sleppa með skrekkinn Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2015 19:45 Stórleikarinn Harrison Ford slapp með skrekkinn þegar hann nauðlenti gamalli flugvél sinni á golfvelli í Los Angeles seinnipartinn í gær. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur nokkrum sinnum lent Boeing þotu sinni hér á landi. Harrison Ford sem er þaulvanur flugmaður hafði nýtekið á loft á gamalli einshreyfils flugvél sinni frá nálægum flugvelli við golfvöllinn þegar hreyfillinn missti afl. Hér má heyra hasarhetjuna pollrólega tilkynna um ástandið til flugumferðarstjórnar. „53178, hreyfilbilun, sný við nú þegar,“ tilkynnir Harrison í talstöðina og flugumferðarstjóri tilkynnir honum að honum sé heimilt að lenda strax. „Ég fer á braut þrjú,“ tilkynnir Harrison þá og flugumferðarstjóri staðfestir heimild hans til að lenda á þeirri flugbraut. Eins og þarna kom fram fékk Harrison Ford heimild til að lenda á tiltekinni flugbraut en hann náði ekki alla leið og lenti flugvélinni sem er frá seinni heimsstyrjöldinni á golfvellinum. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður eftir óhappið. „Flugmaðurinn tilkynnti að hann hefði misst afl á hreyfli og hann ætlaði að reyna að snúa aftur til baka til flugvallarins. Það lítur út fyrir að flugvélin hafi höggvið topp af tré áður en hún hafnaði á golfvellinum,“ sagði Patrick Jones fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa í Los Angeles. Talsmaður leikarans segir meiðsl hans hafa verið minniháttar og að hann muni ná sér að fullu. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur m.a. nokkrum sinnum millilent Boeing þotu sinni hér á landi. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Stórleikarinn Harrison Ford slapp með skrekkinn þegar hann nauðlenti gamalli flugvél sinni á golfvelli í Los Angeles seinnipartinn í gær. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur nokkrum sinnum lent Boeing þotu sinni hér á landi. Harrison Ford sem er þaulvanur flugmaður hafði nýtekið á loft á gamalli einshreyfils flugvél sinni frá nálægum flugvelli við golfvöllinn þegar hreyfillinn missti afl. Hér má heyra hasarhetjuna pollrólega tilkynna um ástandið til flugumferðarstjórnar. „53178, hreyfilbilun, sný við nú þegar,“ tilkynnir Harrison í talstöðina og flugumferðarstjóri tilkynnir honum að honum sé heimilt að lenda strax. „Ég fer á braut þrjú,“ tilkynnir Harrison þá og flugumferðarstjóri staðfestir heimild hans til að lenda á þeirri flugbraut. Eins og þarna kom fram fékk Harrison Ford heimild til að lenda á tiltekinni flugbraut en hann náði ekki alla leið og lenti flugvélinni sem er frá seinni heimsstyrjöldinni á golfvellinum. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður eftir óhappið. „Flugmaðurinn tilkynnti að hann hefði misst afl á hreyfli og hann ætlaði að reyna að snúa aftur til baka til flugvallarins. Það lítur út fyrir að flugvélin hafi höggvið topp af tré áður en hún hafnaði á golfvellinum,“ sagði Patrick Jones fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa í Los Angeles. Talsmaður leikarans segir meiðsl hans hafa verið minniháttar og að hann muni ná sér að fullu. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur m.a. nokkrum sinnum millilent Boeing þotu sinni hér á landi.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira