Enski boltinn

Keppinautur Róberts áfram hjá Paris SG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vori er þrautreyndur landsliðsmaður.
Vori er þrautreyndur landsliðsmaður. vísir/afp
Franska handboltaliðið Paris Saint-Germain hefur framlengt samning tveggja lykilmanna liðsins; Igor Vori og Fahrun Melic. Þeir sömdu báðir við Paris út tímabilið 2016-17.

Vori, sem hefur um árabil verið einn öflugasti línumaður heims, hefur verið í herbúðum Paris frá árinu 2013 en Króatinn kom til liðsins frá Hamburg í Þýskalandi þar sem hann lék um fjögurra ára skeið.

Vori deilir stöðu línumanns hjá Paris með íslenska landsliðsmanninum Róberti Gunnarssyni.

Melic, sem leikur í hægra horninu, kom einnig til Paris árið 2013. Svartfellingurinn lék áður í Bosníu og Slóveníu.

Paris, sem gerði jafntefli við Toulouse í gær, er í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig, einu minna en topplið Montpellier sem getur náð þriggja stiga forystu með sigri á Cesson-Rennes í kvöld.

Melic skoraði fjögur mörk fyrir Paris gegn Toulouse í gær en Vori komst ekki á blað.

Melic er í hópi fremstu hægri hornamanna heims.vísir/afp

Tengdar fréttir

Tapað stig hjá Paris SG í toppbaráttunni

Paris Saint-Germain varð af mikilvægu stigi í toppbaráttunni í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið gerði jafntefli, 29-29, við Toulouse á útivelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×