Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2015 10:02 Í Gettu betur var því haldið fram að Sigmundur hafi ekki komist í ræðulið síns skóla, margir ráku upp stór augu en nú er komið á daginn að þetta stenst að sjálfsögðu ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur séð sig til knúinn að leiðrétta dómara og spyrla í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskóla. Í síðustu viðureign var, í hraðaspurningum, spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi komist í Morfís-lið MR og rétt svar við því átti að vera að svo hafi ekki verið. Þetta er bara alrangt. Sigmundur Davíð leiðréttir þetta á Facebook-síðu sinni, og þó hann slái á létta strengi er ljóst að forsætisráðherra er ekki ánægður með að misskilningur sem þessi festist í sessi. „Það er ekki síðra að vera spurning í Gettu betur en að birtast í áramótaskaupinu. Ég er hins vegar feginn því að úrslitin í kvöld réðust ekki af spurningunni um mig enda mætti deila um hvað teldist rétt svar. Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið. Ég er hins vegar fyrst núna að átta mig á að það gæti verið augljóst samhengi þar á milli,“ skrifar Sigmundur Davíð og með fylgir lítill broskall. Annars er ljóst að forsætisráðherra fylgist vel með fjölmiðlum því svo í morgun birti hann mynd sem er af íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fyrirsögnin er: Vonum að „Sigmundur Davíð sendi góða strauma“ og er þar fjallað um íshokkí. Sigmundur Davíð skrifar við myndina: „En ekki hvað? Áfram Ísland!“ Innlegg frá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Morfís Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur séð sig til knúinn að leiðrétta dómara og spyrla í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskóla. Í síðustu viðureign var, í hraðaspurningum, spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi komist í Morfís-lið MR og rétt svar við því átti að vera að svo hafi ekki verið. Þetta er bara alrangt. Sigmundur Davíð leiðréttir þetta á Facebook-síðu sinni, og þó hann slái á létta strengi er ljóst að forsætisráðherra er ekki ánægður með að misskilningur sem þessi festist í sessi. „Það er ekki síðra að vera spurning í Gettu betur en að birtast í áramótaskaupinu. Ég er hins vegar feginn því að úrslitin í kvöld réðust ekki af spurningunni um mig enda mætti deila um hvað teldist rétt svar. Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið. Ég er hins vegar fyrst núna að átta mig á að það gæti verið augljóst samhengi þar á milli,“ skrifar Sigmundur Davíð og með fylgir lítill broskall. Annars er ljóst að forsætisráðherra fylgist vel með fjölmiðlum því svo í morgun birti hann mynd sem er af íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fyrirsögnin er: Vonum að „Sigmundur Davíð sendi góða strauma“ og er þar fjallað um íshokkí. Sigmundur Davíð skrifar við myndina: „En ekki hvað? Áfram Ísland!“ Innlegg frá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Morfís Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira