Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2015 16:53 Barátta í vítateignum í dag. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu en spilað var í Lagos í Portúgal. Lagt var upp með sterkan varnarleik hjá okkar stúlkum en Svisslendingar fengu fín færi. Eftir hálftíma leik varði Sandra Sigurðardóttir frá leikmanni Sviss úr dauðafæri í teignum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu svissnesku stúlkurnar svo skot í stöngina eftir varnarmistök Íslands. Markalaust var í hálfleik. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik komst svissneska liðið yfir með marki úr vítaspyrnu, en skömmu áður hafði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skotið framhjá úr fínu færi. Á 64. mínútu var íslenska liðið nálægt því að jafna metin þegar hornspyrna Hallberu Gísladóttur fór í stöngina. Svisslendingar hreinsuðu boltann frá marki áður en Hólmfríður Magnúsdóttir komst að honum. Svisslendingar bættu við marki nánast í næstu sókn með skot í stöngina og inn og staðan 2-0 þegar 25 mínútur voru eftir. Margrét Lára Viðarsdóttir sneri aftur í landsliðið í dag, en hún hefur ekki spilað síðan í október 2013. Margrét vildi fá víti á 73. mínútu þegar hún var felld í teignum en ekkert var dæmt. Margrét komst aftur í færi undir lok leiksins en náði ekki til boltans þegar hún var að sleppa í gegn. Lokatölur, 2-0. Ísland mætir Noregi á föstudaginn og stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn, en allir mótherjar Íslands eiga það sameiginlegt að vera að fara á HM í Kanada í júní. Fylgst var með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.Ísland (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgeirsdóttir 46.), Anna Björk Kristjánsdóttir, Lára Kristín Pedersen (Lára Kristín Pedersen 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73.), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65.), Hólmfríður Magnúsdóttir - Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 53.).mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu en spilað var í Lagos í Portúgal. Lagt var upp með sterkan varnarleik hjá okkar stúlkum en Svisslendingar fengu fín færi. Eftir hálftíma leik varði Sandra Sigurðardóttir frá leikmanni Sviss úr dauðafæri í teignum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu svissnesku stúlkurnar svo skot í stöngina eftir varnarmistök Íslands. Markalaust var í hálfleik. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik komst svissneska liðið yfir með marki úr vítaspyrnu, en skömmu áður hafði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skotið framhjá úr fínu færi. Á 64. mínútu var íslenska liðið nálægt því að jafna metin þegar hornspyrna Hallberu Gísladóttur fór í stöngina. Svisslendingar hreinsuðu boltann frá marki áður en Hólmfríður Magnúsdóttir komst að honum. Svisslendingar bættu við marki nánast í næstu sókn með skot í stöngina og inn og staðan 2-0 þegar 25 mínútur voru eftir. Margrét Lára Viðarsdóttir sneri aftur í landsliðið í dag, en hún hefur ekki spilað síðan í október 2013. Margrét vildi fá víti á 73. mínútu þegar hún var felld í teignum en ekkert var dæmt. Margrét komst aftur í færi undir lok leiksins en náði ekki til boltans þegar hún var að sleppa í gegn. Lokatölur, 2-0. Ísland mætir Noregi á föstudaginn og stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn, en allir mótherjar Íslands eiga það sameiginlegt að vera að fara á HM í Kanada í júní. Fylgst var með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.Ísland (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgeirsdóttir 46.), Anna Björk Kristjánsdóttir, Lára Kristín Pedersen (Lára Kristín Pedersen 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73.), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65.), Hólmfríður Magnúsdóttir - Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 53.).mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira