Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2015 16:53 Barátta í vítateignum í dag. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu en spilað var í Lagos í Portúgal. Lagt var upp með sterkan varnarleik hjá okkar stúlkum en Svisslendingar fengu fín færi. Eftir hálftíma leik varði Sandra Sigurðardóttir frá leikmanni Sviss úr dauðafæri í teignum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu svissnesku stúlkurnar svo skot í stöngina eftir varnarmistök Íslands. Markalaust var í hálfleik. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik komst svissneska liðið yfir með marki úr vítaspyrnu, en skömmu áður hafði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skotið framhjá úr fínu færi. Á 64. mínútu var íslenska liðið nálægt því að jafna metin þegar hornspyrna Hallberu Gísladóttur fór í stöngina. Svisslendingar hreinsuðu boltann frá marki áður en Hólmfríður Magnúsdóttir komst að honum. Svisslendingar bættu við marki nánast í næstu sókn með skot í stöngina og inn og staðan 2-0 þegar 25 mínútur voru eftir. Margrét Lára Viðarsdóttir sneri aftur í landsliðið í dag, en hún hefur ekki spilað síðan í október 2013. Margrét vildi fá víti á 73. mínútu þegar hún var felld í teignum en ekkert var dæmt. Margrét komst aftur í færi undir lok leiksins en náði ekki til boltans þegar hún var að sleppa í gegn. Lokatölur, 2-0. Ísland mætir Noregi á föstudaginn og stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn, en allir mótherjar Íslands eiga það sameiginlegt að vera að fara á HM í Kanada í júní. Fylgst var með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.Ísland (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgeirsdóttir 46.), Anna Björk Kristjánsdóttir, Lára Kristín Pedersen (Lára Kristín Pedersen 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73.), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65.), Hólmfríður Magnúsdóttir - Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 53.).mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu en spilað var í Lagos í Portúgal. Lagt var upp með sterkan varnarleik hjá okkar stúlkum en Svisslendingar fengu fín færi. Eftir hálftíma leik varði Sandra Sigurðardóttir frá leikmanni Sviss úr dauðafæri í teignum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu svissnesku stúlkurnar svo skot í stöngina eftir varnarmistök Íslands. Markalaust var í hálfleik. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik komst svissneska liðið yfir með marki úr vítaspyrnu, en skömmu áður hafði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skotið framhjá úr fínu færi. Á 64. mínútu var íslenska liðið nálægt því að jafna metin þegar hornspyrna Hallberu Gísladóttur fór í stöngina. Svisslendingar hreinsuðu boltann frá marki áður en Hólmfríður Magnúsdóttir komst að honum. Svisslendingar bættu við marki nánast í næstu sókn með skot í stöngina og inn og staðan 2-0 þegar 25 mínútur voru eftir. Margrét Lára Viðarsdóttir sneri aftur í landsliðið í dag, en hún hefur ekki spilað síðan í október 2013. Margrét vildi fá víti á 73. mínútu þegar hún var felld í teignum en ekkert var dæmt. Margrét komst aftur í færi undir lok leiksins en náði ekki til boltans þegar hún var að sleppa í gegn. Lokatölur, 2-0. Ísland mætir Noregi á föstudaginn og stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn, en allir mótherjar Íslands eiga það sameiginlegt að vera að fara á HM í Kanada í júní. Fylgst var með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.Ísland (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgeirsdóttir 46.), Anna Björk Kristjánsdóttir, Lára Kristín Pedersen (Lára Kristín Pedersen 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73.), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65.), Hólmfríður Magnúsdóttir - Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 53.).mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira