Nú þarf Audi að passa sig! Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 13:15 Volkswagen Passat – reynsluakstur Volkswagen Passat er lykilbíll hjá Volkswagen og það þarf að vanda sig þegar ný kynslóð bíls sem selst í 1,1 milljón eintaka á ári er smíðuð. Það hefur Volkswagen sannarlega gert með þessa áttundu kynslóð Passat. Fyrstu hugsun sem flaug í gegnum huga blaðamanns við viðkynningu þessarar nýju kynslóðar bílsins var; „Nú þarf Audi að fara að var sig“. Svo tæknivæddur og vel útfærður og fallegur er þessi bíll, svo ekki sé minnst á akstursgetu hans að hann er eiginlega kominn í lúxusflokk bíla. Ekki voru heldur aðstæðurnar slæmar til að prófa þennan kostagrip, en bílablaðamönnum var boðið á miðjarðarhafseyjuna Sardíníu til verksins og þar er vegir góðir og ekki spillti glæst náttúran fyrir gleðinni. Það er líka ákveðin virðing fólgin í því að prófa bíl sem á sér svo langa sögu og Passat, en hann hefur verið í sölu í 41 ár og af honum hafa selst 22 milljónir eintaka. Það er 2.200 sinnum meira en allir nýir bílar sem seldust hér á landi í fyrra og myndi því duga landsmönnum til næstu 22 alda. Fáránleg til þess að hugsa.Stafrænt mælaborðÞað fyrsta sem ökumaður rekur augun í við að ræsa nýja Passatinn er stafræna mælaborðið sem í bílnum er. Mjög fáir bílar eru ennþá með slíkt mælaborð og minnist undirritaður þess að hafa fyrst séð slíkt í Jaguar XJ bíl sem rambaði uppá klakann fyrir um 3 árum síðan. Á milli hraðamælisins og snúningshraðamælisins er leiðsögukerfi bílsins sem einnig birtist á enn stærri skjá fyrir miðju mælaborðsins. Þetta hefur greinarritari aðeins séð í bílum frá Porsche og er einstaklega þægilegt og tryggir að augu ökumanns eru meira á veginum með leiðögukerfið beint fyrir framan hann. Þennan búnað má reyndar einnig finna í nýjasta Audi TT. Innréttingin í bílnum er hrikalega flott en hafa skal í huga að reynsluakstursbílarnir voru með flottustu útfærslu hennar. Leðursætin eru gullfalleg og efnisvalið í innréttingunni afar ríkulegt.Meira rými þó styttri séBíllinn er orðinn rýmri að innan þrátt fyrir að bílinn hafi styst örlítið. Hjólhaf bílsins hefur lengst um 9 sentimetra og hefur það orðið til þess að pláss fyrir alla farþega hefur aukist. Ekki hefur þetta orðið til að minnka farangursrýmið, því það hefur aukist um 47 lítra og er nú 670 lítrar með aftursætin uppi, en 1.780 lítrar með þau niðri. Þar slær Passat við öllum keppinautum sínum og slær hátt í risaskottið í Mercedes E-Class Estate. Velja má um 5 gerðir innréttinga, S, SE, SE Business, GT og R-line. Jafnvel SE-útfærslan er afar flott og vel búin, með frábærum sætum, nálægðarskynjurum að framan og aftan, skriðstilli og sjálfvirkum ljósum og rúðuþurrkum. Sú dýrasta er fáránlega vel búin og slær við mörgum lúxusbílnum.Spyrnukerra með 240 hestafla dísilvélEins og fyrr er mikið val er kemur að vélbúnaði í Passat. Fjórar dísilvélar, allar með 2,0 lítra sprengirými nema sú minnsta (1,6 lítra), eru í boði, 120, 150, 190 og 240 hestafla. Sú öflugasta var reynd mest og með henni er Passat orðinn algjör spyrnukerra. Hreinn unaður er að henda bílnum áfram með þessari vél og ekki leiðist honum að þeysast hratt fyrir hornin og veggrip bílsins er hreint magnað. Með þessari vél er bíllinn aðeins 6,3 sekúndur í hundraðið, enda togið heilir 500 Nm og er hann því kominn í flokk með sportbílum. Það hjálpar honum reyndar að með þessari vél er bíllinn fjórhjóladrifinn og gripið því gott. Líklega var einfaldlega ekkert vit í því að setja allt þetta afl aðeins á einn öxul og þess vegna er hann ekki í boði þannig. Passat má einnig fá með 125, 150 og 280 hestafla TSI bensínvélum. Gert er ráð fyrir því af Volkswagen að mesta salan verði í 150 hestafla dísilútgáfu bílsins og er líklegt að svo verði líka hér á landi, verðsins vegna.Góðir aksturseiginleikarÍ bílnum með öflugustu dísilvélinn eru tvær forþjöppur, önnur minni sem vinnur á lægri snúningi og stærri sem tekur við ef nálin hækkar. Það tryggir að svo til ekkert „turbolag“ finnst og svo virðist sem hann sé ávallt tilbúinn til mikilla átaka. Þessi öfluga vél er tengd frábærri 7 gíra DSG skiptingu og ekki klikkar hún frekar en fyrri daginn og skiptir sér fumlaust. Volkswagen Passat hefur lést um 85 kíló á milli kynslóða og munar um það er kemur að akstureiginleikum bílsins, sem eru einkar góðir og eyðsla lækkar einnig talsvert fyrir vikið. Passat býðst sem fyrr með „sedan“-lagi og sem langbakur og bæði með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi. Passat mun síðar koma sem rafmagnsbíll og í R-útgáfu og forvitnilegt verður að sjá afl hans, en Golf R er 300 hestöfl og einsýnt að Passat R verður enn öflugri. Ein nýjung í bílnum kom skemmtilega á óvart, en það er búnaður sem sem hjálpar ökumanni að bakka með aftanívagn og svínvirkaði hann við prufur og gat ökumaður sleppt stýrinu og látið bílinn sjálfan um að leggja. Passat var góður bíll, en hefur nú tekið enn eitt vænt stökkið framávið, er enn betur byggður með meiri tækni og lægri eyðslu. Forstjórar landsins ættu að íhuga þenna bíl. Verð á Passat er lægst 4.110.000 kr. með 150 hestafla bensínvélinni en sá með stóru dísilvélinn og öllu sem fylgir er á 7.444.444 kr.Kostir: Frágangur, rými, aksturseiginleikar, vélarÓkostir: Heyrist vel í dísilvélinni, Verð á dýrustu útgáfu 2,0 l. dísilvél, 240 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 4,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 139 g/km CO2 Hröðun: 6,3 sek. Hámarkshraði: 238 km/klst Verð: kr. 7.444.444 Umboð: HeklaLaglegur bæði af "sedan"-gerð og sem langbakur.Hér sjást þeir saman.Einstaklega þægilegt að hafa leiðsögukerfið í miðju hins stafræna mælaborðs.Innréttingin er hrikalega stílhrein og lagleg. Bílar video Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Volkswagen Passat – reynsluakstur Volkswagen Passat er lykilbíll hjá Volkswagen og það þarf að vanda sig þegar ný kynslóð bíls sem selst í 1,1 milljón eintaka á ári er smíðuð. Það hefur Volkswagen sannarlega gert með þessa áttundu kynslóð Passat. Fyrstu hugsun sem flaug í gegnum huga blaðamanns við viðkynningu þessarar nýju kynslóðar bílsins var; „Nú þarf Audi að fara að var sig“. Svo tæknivæddur og vel útfærður og fallegur er þessi bíll, svo ekki sé minnst á akstursgetu hans að hann er eiginlega kominn í lúxusflokk bíla. Ekki voru heldur aðstæðurnar slæmar til að prófa þennan kostagrip, en bílablaðamönnum var boðið á miðjarðarhafseyjuna Sardíníu til verksins og þar er vegir góðir og ekki spillti glæst náttúran fyrir gleðinni. Það er líka ákveðin virðing fólgin í því að prófa bíl sem á sér svo langa sögu og Passat, en hann hefur verið í sölu í 41 ár og af honum hafa selst 22 milljónir eintaka. Það er 2.200 sinnum meira en allir nýir bílar sem seldust hér á landi í fyrra og myndi því duga landsmönnum til næstu 22 alda. Fáránleg til þess að hugsa.Stafrænt mælaborðÞað fyrsta sem ökumaður rekur augun í við að ræsa nýja Passatinn er stafræna mælaborðið sem í bílnum er. Mjög fáir bílar eru ennþá með slíkt mælaborð og minnist undirritaður þess að hafa fyrst séð slíkt í Jaguar XJ bíl sem rambaði uppá klakann fyrir um 3 árum síðan. Á milli hraðamælisins og snúningshraðamælisins er leiðsögukerfi bílsins sem einnig birtist á enn stærri skjá fyrir miðju mælaborðsins. Þetta hefur greinarritari aðeins séð í bílum frá Porsche og er einstaklega þægilegt og tryggir að augu ökumanns eru meira á veginum með leiðögukerfið beint fyrir framan hann. Þennan búnað má reyndar einnig finna í nýjasta Audi TT. Innréttingin í bílnum er hrikalega flott en hafa skal í huga að reynsluakstursbílarnir voru með flottustu útfærslu hennar. Leðursætin eru gullfalleg og efnisvalið í innréttingunni afar ríkulegt.Meira rými þó styttri séBíllinn er orðinn rýmri að innan þrátt fyrir að bílinn hafi styst örlítið. Hjólhaf bílsins hefur lengst um 9 sentimetra og hefur það orðið til þess að pláss fyrir alla farþega hefur aukist. Ekki hefur þetta orðið til að minnka farangursrýmið, því það hefur aukist um 47 lítra og er nú 670 lítrar með aftursætin uppi, en 1.780 lítrar með þau niðri. Þar slær Passat við öllum keppinautum sínum og slær hátt í risaskottið í Mercedes E-Class Estate. Velja má um 5 gerðir innréttinga, S, SE, SE Business, GT og R-line. Jafnvel SE-útfærslan er afar flott og vel búin, með frábærum sætum, nálægðarskynjurum að framan og aftan, skriðstilli og sjálfvirkum ljósum og rúðuþurrkum. Sú dýrasta er fáránlega vel búin og slær við mörgum lúxusbílnum.Spyrnukerra með 240 hestafla dísilvélEins og fyrr er mikið val er kemur að vélbúnaði í Passat. Fjórar dísilvélar, allar með 2,0 lítra sprengirými nema sú minnsta (1,6 lítra), eru í boði, 120, 150, 190 og 240 hestafla. Sú öflugasta var reynd mest og með henni er Passat orðinn algjör spyrnukerra. Hreinn unaður er að henda bílnum áfram með þessari vél og ekki leiðist honum að þeysast hratt fyrir hornin og veggrip bílsins er hreint magnað. Með þessari vél er bíllinn aðeins 6,3 sekúndur í hundraðið, enda togið heilir 500 Nm og er hann því kominn í flokk með sportbílum. Það hjálpar honum reyndar að með þessari vél er bíllinn fjórhjóladrifinn og gripið því gott. Líklega var einfaldlega ekkert vit í því að setja allt þetta afl aðeins á einn öxul og þess vegna er hann ekki í boði þannig. Passat má einnig fá með 125, 150 og 280 hestafla TSI bensínvélum. Gert er ráð fyrir því af Volkswagen að mesta salan verði í 150 hestafla dísilútgáfu bílsins og er líklegt að svo verði líka hér á landi, verðsins vegna.Góðir aksturseiginleikarÍ bílnum með öflugustu dísilvélinn eru tvær forþjöppur, önnur minni sem vinnur á lægri snúningi og stærri sem tekur við ef nálin hækkar. Það tryggir að svo til ekkert „turbolag“ finnst og svo virðist sem hann sé ávallt tilbúinn til mikilla átaka. Þessi öfluga vél er tengd frábærri 7 gíra DSG skiptingu og ekki klikkar hún frekar en fyrri daginn og skiptir sér fumlaust. Volkswagen Passat hefur lést um 85 kíló á milli kynslóða og munar um það er kemur að akstureiginleikum bílsins, sem eru einkar góðir og eyðsla lækkar einnig talsvert fyrir vikið. Passat býðst sem fyrr með „sedan“-lagi og sem langbakur og bæði með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi. Passat mun síðar koma sem rafmagnsbíll og í R-útgáfu og forvitnilegt verður að sjá afl hans, en Golf R er 300 hestöfl og einsýnt að Passat R verður enn öflugri. Ein nýjung í bílnum kom skemmtilega á óvart, en það er búnaður sem sem hjálpar ökumanni að bakka með aftanívagn og svínvirkaði hann við prufur og gat ökumaður sleppt stýrinu og látið bílinn sjálfan um að leggja. Passat var góður bíll, en hefur nú tekið enn eitt vænt stökkið framávið, er enn betur byggður með meiri tækni og lægri eyðslu. Forstjórar landsins ættu að íhuga þenna bíl. Verð á Passat er lægst 4.110.000 kr. með 150 hestafla bensínvélinni en sá með stóru dísilvélinn og öllu sem fylgir er á 7.444.444 kr.Kostir: Frágangur, rými, aksturseiginleikar, vélarÓkostir: Heyrist vel í dísilvélinni, Verð á dýrustu útgáfu 2,0 l. dísilvél, 240 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 4,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 139 g/km CO2 Hröðun: 6,3 sek. Hámarkshraði: 238 km/klst Verð: kr. 7.444.444 Umboð: HeklaLaglegur bæði af "sedan"-gerð og sem langbakur.Hér sjást þeir saman.Einstaklega þægilegt að hafa leiðsögukerfið í miðju hins stafræna mælaborðs.Innréttingin er hrikalega stílhrein og lagleg.
Bílar video Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir