Sonur Michael Schumacher, Mick, virðist ætla að feta í fótspor föður síns.
Hinn 15 ára gamli Mick Schumacher er búinn að skrifa undir samning við Formúla 4 sem er mótaröð fyrir efnilega ökuþóra.
Strákurinn þykir afar efnilegur og varð meðal annars í öðru sæti í þýska meistaramótinu á go-kart bílum.
Hann byrjar að keppa í Formúlu 4 þann 25. apríl og verður örugglega ítarlega fylgst með honum.
