Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir 2. mars 2015 13:00 Úr þáttunum Múslimarnir okkar. Vísir Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá snemma að morgni og fram á kvöld. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem við skyggnumst inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Úr þáttunum.VísirÍ fyrri hlutanum kynnumst við fimm barna fjölskylduföður, Nasir og eiginkonu hans Ishrat, en þau eru fædd og uppalin í Pakistan. Þau búa í lítilli blokkaríbúð í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum en sú elsta er farin að heiman og gift Íslendingi sem hefur tekið upp íslamstrú. Fjölskyldan tilheyrir Menningarsetri múslima og Nasir er ákaflega trúaður maður, biður ekki bara fimm sinnum á dag, heldur líka á nóttunni meðan aðrir sofa. Við kynnumst líka Fídu, ungri konu í Reykjanesbæ sem er gift kristnum Íslendingi. Hún er frumkvöðull, rekur sprotafyrirtæki á Ásbrú og segir af einlægni frá erfiðum uppvexti og flótta til Íslands þegar hún var sextán ára gömul.Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá snemma að morgni og fram á kvöld. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem við skyggnumst inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Úr þáttunum.VísirÍ fyrri hlutanum kynnumst við fimm barna fjölskylduföður, Nasir og eiginkonu hans Ishrat, en þau eru fædd og uppalin í Pakistan. Þau búa í lítilli blokkaríbúð í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum en sú elsta er farin að heiman og gift Íslendingi sem hefur tekið upp íslamstrú. Fjölskyldan tilheyrir Menningarsetri múslima og Nasir er ákaflega trúaður maður, biður ekki bara fimm sinnum á dag, heldur líka á nóttunni meðan aðrir sofa. Við kynnumst líka Fídu, ungri konu í Reykjanesbæ sem er gift kristnum Íslendingi. Hún er frumkvöðull, rekur sprotafyrirtæki á Ásbrú og segir af einlægni frá erfiðum uppvexti og flótta til Íslands þegar hún var sextán ára gömul.Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira