Emilía Rós sló stigametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2015 23:00 Emilía Rós Ómarsdóttir. Mynd/Skautasamband Íslands Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega á Vetrarmóti Skautasambands Íslands um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógramminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógramm með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010. Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógrammið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig. Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fjórða eftir stutta prógrammið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig. Pressan var því mikil þegar Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, steig síðust inná svellið. Þuríður sýndi fallegar æfingar en líkt og Kristín Valdís þá vantaði herslumuninn í að klára stökkin til fulls. Þuríður sýndi það hinsvegar og sannaði að hún er vel að titlinum komin er hún lenti hreinu þreföldu Salchow og sigraði með heildarskor uppá 86.90 stig. Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu sló lokapunktinn á veturinn er hún sýndi glæsileg tilþrif á ísnum í langa prógramminu. Ivana er að koma aftur inn eftir langt hlé en sýndi það svo sannarlega af hverju hún náði lágmörkum til keppni á Ólympíuleikum árið 2010. Hún var þó nokkuð frá sínu besta en þreytt og glöð að keppni lokinni og uppskar mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda. Það er ómetanlegt fyrir skautaíþróttina í landinu að fá svo glæsilega íþróttakonu eins og Ivönu á mót hérlendis. Ekki síður er það mikilvægt fyrir ungviðið að horfa á fyrirmyndir sínar á heimavelli. Eins og sjá má á keppendum hefur skautaíþróttin vaxið mjög og ber það helst að nefna fjölda stúlkna í efstu flokkunum og hversu mikil baráttan er orðin í Unglingaflokki A. Framtíðin er því björt í listhlaupi á skautum. Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sjá meira
Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega á Vetrarmóti Skautasambands Íslands um helgina. Emilía Rós Ómarsdóttir sló, svo um munaði, heildarstigamet í Stúlknaflokki A á seinni keppnisdegi Vetrarmóts Skautasambands Íslands. Emilía Rós hafði einnig slegið stigametið í stutta prógramminu í gær og hlaut 81.05 stig samanlagt. Emilía Rós hefur vaxið mikið í vetur og sýndi nánast hreint prógramm með fallegum spinnum og stökkum. Fyrra met, 74.39 stig, átti Júlía Grétarsdóttir, SB, en það setti hún á Haustmótinu árið 2010. Þær Helga Karen Pedersen, SB, og Herdís Birna Hjaltalín, SB, sýnu mikið öryggi í æfingum sínum í dag. Helga Karen hafnaði í öðru sæti með 58.50 stig og fór upp fyrir Herdísi Birnu eftir langa prógrammið. Herdís hafnaði í því þriðja með heildarskor uppá 55.44 stig. Andrúmslofið var spennuþrungið þegar Unglingaflokkur A steig á svellið enda munaði litlu á milli efstu stúlknanna. Margar eru þær að reyna við þrefalt stökk og tvöfaldan Axel en þessi stökk er það sem helst skilur á milli stúlknanna. Kristín Valdís Örnólfsdóttir, SR, steig þriðja síðust inná ísinn og sýndi mikið öryggi og sjálfstraust í æfingum sínum þó herslumuninn vantaði uppá að lenda stökkunum hreinum. Kristín fékk heildarskor uppá 84.91 stig og fór upp fyrir Agnesi Dís, sem var önnur eftir fyrri keppnisdag. Júlía Grétarsdóttir, SB, var að keppa á sínu fyrsta móti á Íslandi þetta keppnistímabil en hún æfir og keppir í Kanada. Júlía var fjórða eftir stutta prógrammið í gær en átti góðan seinni dag og náði þriðja sætinu með 81.15 stig. Pressan var því mikil þegar Þuríður Björg Björgvinsdóttir, SB, steig síðust inná svellið. Þuríður sýndi fallegar æfingar en líkt og Kristín Valdís þá vantaði herslumuninn í að klára stökkin til fulls. Þuríður sýndi það hinsvegar og sannaði að hún er vel að titlinum komin er hún lenti hreinu þreföldu Salchow og sigraði með heildarskor uppá 86.90 stig. Ivana Reitmeyerova frá Slóvakíu sló lokapunktinn á veturinn er hún sýndi glæsileg tilþrif á ísnum í langa prógramminu. Ivana er að koma aftur inn eftir langt hlé en sýndi það svo sannarlega af hverju hún náði lágmörkum til keppni á Ólympíuleikum árið 2010. Hún var þó nokkuð frá sínu besta en þreytt og glöð að keppni lokinni og uppskar mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda. Það er ómetanlegt fyrir skautaíþróttina í landinu að fá svo glæsilega íþróttakonu eins og Ivönu á mót hérlendis. Ekki síður er það mikilvægt fyrir ungviðið að horfa á fyrirmyndir sínar á heimavelli. Eins og sjá má á keppendum hefur skautaíþróttin vaxið mjög og ber það helst að nefna fjölda stúlkna í efstu flokkunum og hversu mikil baráttan er orðin í Unglingaflokki A. Framtíðin er því björt í listhlaupi á skautum.
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sjá meira