Alberto Bueno, framherji Rayo Vallecano, er maður helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni en hann skoraði fernu í 4-2 sigri liðsins á Levante UD í gær.
Það sem er enn merkilegra við þessa fernu að mörkin komu á tæpum fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik.
Bueno var fljótastur til að skora fjögur mörk í leik síðan að Brasilíumaðurinn Bebeto skoraði fernu á sex mínútum fyrir Deportivo La Coruna á móti Albacete í október 1995.
Alberto Bueno skoraði meðal annars "klassíska" þrennu í leiknum það er með vinstri, hægri og skalla. Mörkin hans komu á 23., 32., 33. og 38. mínútu.
Hann náði því að skora tvennu á 1 mínútu og 35 sekúndum, þrennu á 6 mínútum og 6 sekúndum og fernu á 14 mínútum og 32 sekúndum.
Þessi 26 ára gamli leikmaður hafi aldrei skorað þrennu á atvinnumannsferlinum fyrir leikinn í gær. Hann var sínum tíma á láni hjá Derby County og spilaði með enska liðinu tímabilið 2010-11.
Alberto Bueno er fæddur í Madrid og lék á sínum tíma með liði Real Madrid (3 leikir tímabilið 2008–2009).
Skoraði fernu á aðeins fimmtán mínútum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti




Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti





Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
