Birta Líf segir að útlit sé fyrir að það myndist nokkurra klukkutíma gluggi þar sem verður léttskýjað víða um land. „Það er hæðarhryggur sem teygir sig til okkar suður úr hafi og færir okkur þurrt loft, en það léttir einna síðast til NA- og A-lands þar sem verður einhver dálítil snjókoma,“ segir hún.
Sólmyrkvinn nær hápunkti fyrir tíu á morgun og kemur því ekki að sök að seinni partinn á morgun koma næstu skil til okkar með rigningu og alls engu skýjafari til að upplifa sólmyrkva, að sögn Birtu Lífar.