Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 21-24 | Staða Fram vænkaðist Ingvi Þór Sæmundsson í Austurbergi skrifar 19. mars 2015 15:25 Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR. vísir/valli Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur á ÍR, 21-24, í Austurberginu í 23. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur í ljósi þess að Stjarnan, helsti keppinautur Fram um 8. sætið, tapaði sínum leik gegn FH í kvöld. Fram er því komið með tveggja stiga forskot á Stjörnuna þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá er Fram með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn Stjörnunni sem gæti reynst dýrmætt þegar uppi verður staðið í vor. Breiðhyltingar voru með forystuna mest allan fyrri hálfleikinn þótt maður hefði það alltaf á tilfinningunni að þeir gætu bætt meira í. Sóknarleikur Fram var stirður framan af leik, ef frá eru talin tilþrif Sigurðar Arnar Þorsteinssonar sem skoraði þrjú fyrstu mörk Safamýrarpilta og sex af tólf mörkum þeirra í fyrri hálfleik. ÍR-ingar náðu aldrei meira en tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og Frammarar voru aldrei langt undan. Um miðjan fyrri hálfleik kom Arnar Freyr Arnarsson inn á hjá Fram og hann átti einna stærstan þátt í þeim viðsnúningi sem varð á leik liðsins. Hann var sterkur í vörninni og skoraði auk þess þrjú mörk af línunni, öll eftir sendingar frá Kristni Björgólfssyni. Arnar skoraði alls fimm mörk í leiknum, úr aðeins sex skotum. Þá hrökk Kristófer Fannar Guðmundsson í gang í markinu og gestirnir náðu að jafna í 11-11 og svo í 12-12 sem voru hálfleikstölur. Fram hélt áfram þar sem frá var horfið í byrjun seinni hálfleik, skoraði fyrstu þrjú mörk hans og komst þremur mörkum yfir, 12-15. ÍR-ingar voru eldfljótir að vinna þann mun upp en þá gáfu gestirnir aftur í og sigldu fram úr. Varnarleikur þeirra var sterkur og Breiðhyltingar áttu fá svör við honum. Björgvin Hólmgeirsson er enn frá vegna meiðsla hjá ÍR og fyrir vikið er ógnunin vinstra megin fyrir utan ekki mikil. Þá fann Arnar Birkir Hálfdánsson sig ekki og munaði um minna hjá heimamönnum. Fram náði tvívegis fjögurra marka forystu í seinni hálfleik og þrátt fyrir sterkt áhlaup ÍR-inga undir lokin náðu Frammarar að innbyrða sigurinn. Lokatölur 21-24, Fram í vil. Sigurður Örn var sem fyrr sagði aðalmaðurinn í sóknarleik Fram og skoraði átta mörk. Arnar Freyr kom næstur með fimm mörk en allt Fram-liðið á hrós skilið fyrir frammistöðuna í kvöld. Hver einn og einasti leikmaður liðsins gaf sig allan í verkefnið og uppskeran var eftir því góð. Sturla Ásgeirsson og Arnar Birkir voru markahæstir hjá ÍR með fjögur mörk hvor.Einar: Eigum að vinna þetta lið Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Fram í kvöld. "Ég er vonsvikinn eins og alltaf eftir tapleik. Við gáfum allt í þetta, spiluðum fantagóða vörn og markverðirnir voru góðir. En sóknarleikurinn klikkaði. "Við vorum oft að spila ágætlega en ég veit ekki hvað við klúðruðum mörgum dauðafærum. Í fyrri hálfleik tókum við líka alltof óöguð skot. Það var alltof mikið gefins hjá okkur í kvöld," sagði Einar og bætti við að ÍR ætti að vinna Fram á venjulegum degi. "Frammarar eru að berjast fyrir lífi sínu og eru fínir en við eigum að vinna þetta lið og erum búnir að gera það tvisvar í vetur. "Sóknarleikurinn fór með þetta, en Frammarar börðust allan tímann," sagði Einar. Vörnin hjá ÍR var fín í kvöld en Breiðhyltingar áttu þó í miklum vandræðum með að koma böndum á Sigurð Örn Þorsteinsson sem skoraði átta mörk fyrir Fram í kvöld. "Hann er aðalskyttan þeirra og við vissum það. Örvhentu strákarnir þeirra eru að koma úr meiðslum og eru búnir að spila tvo leiki á viku sem tekur í. Við vissum að Sigurður væri sá eini sem myndi skjóta af níu metrum. "Hann átti ágætis leik og er orðinn rosalega góður en við áttum að ráða betur við hann," sagði Einar að lokum.Guðlaugur: Ánægður með vinnusemina Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sagði vinnusemina hafa skilað liðinu sigri gegn ÍR í kvöld. "Þetta eru ofboðslega mikilvæg stig og ég var ánægður með strákana í kvöld. Vinnusemin og dugnaðurinn skein af liðinu," sagði Guðlaugur sem hafði ekki áhyggjur þótt Fram hafi verið undir framan af leik. "Mér fannst við líta vel út og vera í góðu standi þrátt fyrir að hafa strögglað smá. Ég var alveg viss að þetta myndi koma og falla með okkur, og svo reyndist vera." Sigurður Örn Þorsteinsson átti frábæran leik fyrir Fram í kvöld og skoraði átta mörk. Guðlaugur var sáttur með sinn mann sem og allt Fram-liðið í kvöld. "Siggi er að stíga upp og við þurfum á því að halda. Það voru líka fleiri sem stigu upp, eins og Arnar (Freyr Arnarsson) línumaður, og Garðar (B. Sigurjónsson) og Kristófer (Fannar Guðmundsson)," sagði Guðlaugur en Fram á þrjá leiki eftir í Olís-deildinni áður en úrslitakeppnin hefst. "Við teljum upp úr kössunum í lokin. Við horfum bara á næsta leik og næstu æfingu og þurfum að halda áfram að bæta okkur," sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur á ÍR, 21-24, í Austurberginu í 23. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur í ljósi þess að Stjarnan, helsti keppinautur Fram um 8. sætið, tapaði sínum leik gegn FH í kvöld. Fram er því komið með tveggja stiga forskot á Stjörnuna þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá er Fram með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn Stjörnunni sem gæti reynst dýrmætt þegar uppi verður staðið í vor. Breiðhyltingar voru með forystuna mest allan fyrri hálfleikinn þótt maður hefði það alltaf á tilfinningunni að þeir gætu bætt meira í. Sóknarleikur Fram var stirður framan af leik, ef frá eru talin tilþrif Sigurðar Arnar Þorsteinssonar sem skoraði þrjú fyrstu mörk Safamýrarpilta og sex af tólf mörkum þeirra í fyrri hálfleik. ÍR-ingar náðu aldrei meira en tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og Frammarar voru aldrei langt undan. Um miðjan fyrri hálfleik kom Arnar Freyr Arnarsson inn á hjá Fram og hann átti einna stærstan þátt í þeim viðsnúningi sem varð á leik liðsins. Hann var sterkur í vörninni og skoraði auk þess þrjú mörk af línunni, öll eftir sendingar frá Kristni Björgólfssyni. Arnar skoraði alls fimm mörk í leiknum, úr aðeins sex skotum. Þá hrökk Kristófer Fannar Guðmundsson í gang í markinu og gestirnir náðu að jafna í 11-11 og svo í 12-12 sem voru hálfleikstölur. Fram hélt áfram þar sem frá var horfið í byrjun seinni hálfleik, skoraði fyrstu þrjú mörk hans og komst þremur mörkum yfir, 12-15. ÍR-ingar voru eldfljótir að vinna þann mun upp en þá gáfu gestirnir aftur í og sigldu fram úr. Varnarleikur þeirra var sterkur og Breiðhyltingar áttu fá svör við honum. Björgvin Hólmgeirsson er enn frá vegna meiðsla hjá ÍR og fyrir vikið er ógnunin vinstra megin fyrir utan ekki mikil. Þá fann Arnar Birkir Hálfdánsson sig ekki og munaði um minna hjá heimamönnum. Fram náði tvívegis fjögurra marka forystu í seinni hálfleik og þrátt fyrir sterkt áhlaup ÍR-inga undir lokin náðu Frammarar að innbyrða sigurinn. Lokatölur 21-24, Fram í vil. Sigurður Örn var sem fyrr sagði aðalmaðurinn í sóknarleik Fram og skoraði átta mörk. Arnar Freyr kom næstur með fimm mörk en allt Fram-liðið á hrós skilið fyrir frammistöðuna í kvöld. Hver einn og einasti leikmaður liðsins gaf sig allan í verkefnið og uppskeran var eftir því góð. Sturla Ásgeirsson og Arnar Birkir voru markahæstir hjá ÍR með fjögur mörk hvor.Einar: Eigum að vinna þetta lið Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Fram í kvöld. "Ég er vonsvikinn eins og alltaf eftir tapleik. Við gáfum allt í þetta, spiluðum fantagóða vörn og markverðirnir voru góðir. En sóknarleikurinn klikkaði. "Við vorum oft að spila ágætlega en ég veit ekki hvað við klúðruðum mörgum dauðafærum. Í fyrri hálfleik tókum við líka alltof óöguð skot. Það var alltof mikið gefins hjá okkur í kvöld," sagði Einar og bætti við að ÍR ætti að vinna Fram á venjulegum degi. "Frammarar eru að berjast fyrir lífi sínu og eru fínir en við eigum að vinna þetta lið og erum búnir að gera það tvisvar í vetur. "Sóknarleikurinn fór með þetta, en Frammarar börðust allan tímann," sagði Einar. Vörnin hjá ÍR var fín í kvöld en Breiðhyltingar áttu þó í miklum vandræðum með að koma böndum á Sigurð Örn Þorsteinsson sem skoraði átta mörk fyrir Fram í kvöld. "Hann er aðalskyttan þeirra og við vissum það. Örvhentu strákarnir þeirra eru að koma úr meiðslum og eru búnir að spila tvo leiki á viku sem tekur í. Við vissum að Sigurður væri sá eini sem myndi skjóta af níu metrum. "Hann átti ágætis leik og er orðinn rosalega góður en við áttum að ráða betur við hann," sagði Einar að lokum.Guðlaugur: Ánægður með vinnusemina Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sagði vinnusemina hafa skilað liðinu sigri gegn ÍR í kvöld. "Þetta eru ofboðslega mikilvæg stig og ég var ánægður með strákana í kvöld. Vinnusemin og dugnaðurinn skein af liðinu," sagði Guðlaugur sem hafði ekki áhyggjur þótt Fram hafi verið undir framan af leik. "Mér fannst við líta vel út og vera í góðu standi þrátt fyrir að hafa strögglað smá. Ég var alveg viss að þetta myndi koma og falla með okkur, og svo reyndist vera." Sigurður Örn Þorsteinsson átti frábæran leik fyrir Fram í kvöld og skoraði átta mörk. Guðlaugur var sáttur með sinn mann sem og allt Fram-liðið í kvöld. "Siggi er að stíga upp og við þurfum á því að halda. Það voru líka fleiri sem stigu upp, eins og Arnar (Freyr Arnarsson) línumaður, og Garðar (B. Sigurjónsson) og Kristófer (Fannar Guðmundsson)," sagði Guðlaugur en Fram á þrjá leiki eftir í Olís-deildinni áður en úrslitakeppnin hefst. "Við teljum upp úr kössunum í lokin. Við horfum bara á næsta leik og næstu æfingu og þurfum að halda áfram að bæta okkur," sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira